fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við

Pressan
Sunnudaginn 14. apríl 2024 17:30

Geimfarar glíma margir hverjir við höfuðverk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfuðverkur er algengt vandamál fyrir þá sem fara út í geim, meira að segja fyrir geimfara sem fá sjaldan eða aldrei höfuðverk hér á jörðu niðri.

Scientific American segir í umfjöllun um málið að allt frá Apollo-geimferðunum hafi geimfarar skýrt frá höfuðverk sem hrjáði þá á meðan þeir voru í þyngdarleysi úti í geimnum. Margir þeirra höfðu aldrei áður glímt við síendurtekinn höfuðverk hér á jörðu niðri.

Það virðist sem eitthvað, sem tengist geimferðum, valdi því að geimfarar fá höfuðverk, mígreni eða höfuðverkjaeinkenni á borð við sársauka, ljósfælni og jafnvel ógleði.

Skýrslur um þetta voru þar til nýlega fáar. En ný rannsókn, sem var birt nýlega í vísindaritinu Neurology, varpar betra ljósi á þetta.

Í henni kemur fram að höfuðverkur sé mjög algengur meðal geimfara. Unnið var úr gögnum um 24 geimfara sem skráðu líðan sína í löngum geimferðum. Einnig var notast við gögn 42 geimfara sem fóru í geimferðir áður en þeir voru rannsakaðir.

Rannsóknin leiddi í ljós að á fyrstu sjö dögunum eftir geimskot var höfuðverkur ekki eitthvað tilfallandi, heldur venjan. Næstum allir geimfararnir fengu höfuðverk á fyrstu viku sinn í geimnum.

Þetta var nokkuð rökrétt að mati vísindamanna því þegar mannslíkaminn fer út í geim í þyngdarleysi gerast margir skrýtnir hlutir. Blóð safnast saman í búknum og höfðinu en það veldur því að andlitið bólgnar og einnig geta sjóntruflanir gert vart við sig. Vökvi safnast fyrir í innra eyranu, sem stýrir jafnvægi okkar, og það veldur stefnuleysi og hreyfingarveiki.

Geimfarar aðlagast þessu venjulega og það dregur úr einkennunum eftir nokkra daga úti í geimnum. En það á ekki við um höfuðverkinn. 87% geimfaranna fengu höfuðverk aftur og aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim