fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Linda og Magnus fundu blöðru í tré: Fengu óvæntar fréttir þegar þau hringdu í símanúmerið sem var límt á blöðruna

Pressan
Föstudaginn 29. mars 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Linda Taule frá Naustdal í Noregu var fyrir skemmstu í göngutúr með syni sínum þegar þau gengu fram á loftlausa blöðru sem var flækt í tré. Þetta væri varla í frásögur færandi nema fyrir það sem á eftir fylgdi.

Linda og sonur hennar, Magnus, náðu í blöðruna og sáu að á henni voru skilaboð þess efnis að finnandinn ætti að hringja í símanúmer sem gefið var upp. Ef sá hinn sami gerði það biðu hans verðlaun.

Linda ákvað að hringja í númerið og kom það henni á óvart þegar írsk kona svaraði í símann – og þess er getið í frétt Southernstar að írska konan hafi ekki síður verið hissa þegar Linda hringdi.

Í ljós kom að írska konan starfar hjá bæjaryfirvöldum í Dunmanway og hefur hún það hlutverk að koma bænum á kortið og laða að ferðamenn. Var þessari tilteknu blöðru sleppt á góðgerðarsamkomu síðasta haust og bjuggust sennilega fáir við því að hún myndi enda hjá norskri fjölskyldu í 2.500 kílómetra fjarlægð.

Verðlaunin sem búið var að lofa voru heldur ekki af verri endanum. Linda, Magnus og öll fjölskyldan, samtals fimm manns, fá tólf daga ævintýraferð til Írlands þar sem þeim ýmislegt skemmtilegt bíður þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?