fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Óttast um nágranna sinn eftir að hann vann 240 milljarða í lottóinu

Pressan
Mánudaginn 25. mars 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nágrannar Bandaríkjamannsins Theodoros Struyck hafa áhyggjur af því að óprúttnir aðilar muni reyna að ræna honum ef hann fer ekki varlega. Theodoros, sem er ávallt kallaður Theo, datt í lukkupottinn fyrir skemmstu þegar hann vann 1,76 milljarða dollara í Powerball-lottóinu í Kaliforníu.

Ekki er um neina smáaura að ræða en 1,76 milljarðar dollara jafngilda rúmlega 240 milljörðum króna. Eitthvað minna situr eftir þegar búið er að gera ráð fyrir sköttum en í stóra samhenginu ætti það að breyta litlu.

Lögum samkvæmt þarf að gefa upp nöfn lottóvinningshafa og það er eitthvað sem nágrannar Theo eru óhressir með. Theo er búsettur í Frazier Park, rúmlega tvö þúsund íbúa fjallabæ í Kaliforníu, og segist Kevin Woten, nágranni Theo, óttast að óprúttnir aðilar muni koma í bæinn í leit að milljarðamæringnum.

„Við höfum auga með honum en höfum auðvitað áhyggjur af þeim sem svífast einskis. Ég hef áhyggjur af því að einhver komi, skelli poka yfir hausinn á honum og ræni honum. Ég vona að hann hugi að öryggisgæslu. Hann verður að gera það,“ segir hann við bandarísku útgáfu The Sun og bætir við:

„Ég myndi ekki vilja að nafn mitt yrði gert opinbert, en núna er hann með stóra skotskífu á bakinu.“

Annar íbúi í bænum, Dan Perry, segir að það væri óskandi ef Theo myndi fjárfesta í bænum sem hann býr í. „Þessi bær þarf alla þá aðstoð sem hann getur fengið. Þetta er einn af þessum bæjum sem hefur orðið út undan og efnahagurinn hefur verið á niðurleið mörg undanfarin ár.“

Dan segir þó að ef hann væri í sporum Theo myndi hann hypja sig á brott. Theo hefur ekki sést í bænum síðan hann var opinberaður sem sigurvegarinn á dögunum en talið er að hann haldi sig í San Diego þessa dagana þar sem hann er í heimsókn hjá ættingjum sínum.

„Auðvitað væri frábært ef hann myndi opna fyrirtæki hérna eða eitthvað slíkt, en í hans sporum myndi ég kaupa mér snoturt hús í Santa Barbara eða eitthvað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig