fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
Pressan

Það er eitthvað undarlegt í gangi með úlfana í Cernobyl

Pressan
Föstudaginn 9. febrúar 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úlfar sem ráfa um svæðið í kringum Chernobyl, þar sem versta kjarnorkuslys sögunnar átti sér stað, virðast hafa þróað með sér þol gagnvart þeirri geislavirkni sem þar er.

Slysið varð þann 26. apríl árið 1986 þegar kjarnaofn í Chernobyl-kjarnorkuverinu sprakk eftir að kæling brást. Eldur kom upp og slapp mikið magn geislavirkra efna út í andrúmsloftið.

Nærliggjandi bær, Pripyat, þar sem um 50 þúsund manns bjuggu, var rýmdur í flýti og býr enginn í nágrenni kjarnorkuversins í dag – ekki nema dýr sem lifa villt á svæðinu.

Cara Love, þróunarlíffræðingur við Shane Campbell-Staton-rannsóknarstofu Princeton-háskóla, hefur rannsakað úlfa á svæðinu en geislunin virðist ekki hafa mikil áhrif á þá þar sem þeir ráfa um svæðið.

Árið 2014 fór hún og hópur annarra vísindamanna á svæðið og kom fyrir búnaði á hópi úlfa á svæðinu. Fylgdist búnaðurinn meðal annars með ferðum úlfanna og geisluninni í andrúmsloftinu. Síðan var dregið blóð úr dýrunum og það rannsakað í þaula.

Í umfjöllun New York Post kemur fram að geislun á svæðinu sé enn töluverð. Þannig hafi úlfarnir orðið að jafnaði fyrir um sex sinnum meiri geislun en talin er hættulaus mönnum.

Þá hafi rannsóknir leitt í ljós að ónæmiskerfi þessara úlfa var öðruvísi en hjá öðrum dýrum fjarri Chernobyl og hafi í raun minnt á ónæmiskerfi einstaklinga sem eru í geislameðferð gegn krabbameini.

Vísindamenn vonast til þess að niðurstöður þessara rannsókna kunni að gagnast í baráttunni gegn krabbameinum en frekari rannsókna er þó væntanlega þörf. Vísindamenn telja að svipað sé í gangi hjá hundum á svæðinu, en fjölmargir íbúar á svæðinu þurftu að skilja gæludýr sín eftir á sínum tíma.

Hafa afkomendur þessara hunda braggast ágætlega á svæðinu á meðan önnur dýr, fuglar til dæmis, urðu fyrir verulegum áhrifum geislunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sökuð um að hafa myrt son sinn – Segist hafa lamið hann af því að Biblían heimili það

Sökuð um að hafa myrt son sinn – Segist hafa lamið hann af því að Biblían heimili það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dó úr of stórum skammti af D-vítamíni

Dó úr of stórum skammti af D-vítamíni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan beðin um að halda sig fjarri gleðigöngu í Sydney vegna morðmáls

Lögreglan beðin um að halda sig fjarri gleðigöngu í Sydney vegna morðmáls
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vafasamur vinur – Stal 8 milljónum frá deyjandi vini sínum

Vafasamur vinur – Stal 8 milljónum frá deyjandi vini sínum