fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Eru fleiri sakborningar í Gilgo-morðunum? – Verjandi segir að til hafi staðið að ákæra annan mann

Pressan
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meinti raðmorðinginn Rex Heuermann mætti fyrir dóm á þriðjudaginn, en þar voru tekin fyrir atriði sem varða málsvörn hans. Kom fram í gögnum sem þar voru lögð fram að lögreglu hafi borist hátt í þrjú þúsund ábendingar við rannsókn á morðunum fjórum sem Heuermann er sakaður um að hafa framið.

Saksóknarinn, Ray Tierney, segir ákæruvaldið hafa byggt upp sterkt mál gegn Heuermann með sannfærandi sönnunargögnum. Málið er að hans mati líklegt til sakfellingar. Það sem eftir standi sé að tryggja að þessi gögn séu með öllu óhrekjanleg, enda muni verjandi Heuermann gera hvað hann getur að fá sönnunargögnum vísað frá dómi svo kviðdómur megi ekki horfa til þeirra.

Verjandi Heuermann, Michael Brown, segist þó óhræddur. Hans skjólstæðingur sé ítrekað búinn að lýsa yfir sakleysi og geti hreinlega ekki beðið eftir svara fyrir málið fyrir dómi, enda hafi hann ekkert að fela. Engu að síður hafi málið tekið verulega á Heuermann sem njóti sem stendur sálfræðiaðstoðar í gæsluvarðhaldi. Heuermann hefur dvalið í einangrun frá því að hann var handtekinn, en sú ráðstöfun mun miða að því að vernda hann frá öðrum föngum í öryggisfangelsinu þar sem honum er haldið. Hann glími eðlilega við þunglyndi út af aðstæðum.

Hver er hinn maðurinn?

Brown segir mikilvægt að skoða hverja ábendingu sem lögreglu hafi borist sem og hvernig lögregla svo vann úr þeim, en mögulega sé þar að finna atriði sem bendi í aðra átt en til Heuermann.

„Klárlega eru sumar þessar ábendingar algjörlega út í loftið, en einhverjar gætu verið gífurlega mikilvægar og mikilvægar fyrir vörnina. Við viljum sjá þessar ábendingar, hvernig trúverðugleiki þeirra var metinn og hvernig lögregla fylgdi þeim eftir. Við fengum upplýsingar, sem og aðrir, um að héraðssaksóknari hafi verið reiðubúinn að ákæra annan einstakling fyrir þessi brot. Við höfum hvergi séð þau gögn. Við reiknum með að saksóknari komi hreint og beint fram, en þetta er þáttur sem skiptir lykilmáli fyrir vörnina.“

Yfirvöld hafa gefið út að þeim hafi borist ábending frá fangelsinu um að fangi þar hafi lýst því yfir að ef hann næði til Heuermann þá myndi hann beita hann ofbeldi. Eins taki fangar almennt illa á móti sakborningum sem grunaðir eru um, eða hafa verið sakfelldir fyrir, ofbeldi gegn konum. Því hafi það eina í stöðunni verið að halda Heuermann í einangrun.

Brown segist skilja þá ráðstöfun, en á sama tími hafi það í för með sér að Heuermann hafi fá tækifæri til að eiga í samskiptum við annað fólk sem sé mjög erfitt.

„Hann er einangraður.. og ég skil að það er það besta fyrir  hann. Þú vilt klárlega ekki að einhver fangi geri tilraun til að öðlast sína korters frægð, svo þess vegna þarf að einangra hann. En á sama tíma er hann ekki að eiga nein félagsleg samskipti, ekki við neinn annan en fangaverðina.“

Börnin hörð af sér

Eiginkona Heuermann, Ása Guðbjörg Ellerup, sem hefur þó skilið við hann að borði og sæng, var ekki viðstödd fyrirtökuna á þriðjudaginn líkt og við fyrri þinghöld. Hún hafði áður lýst því yfir að ætla að vera viðstödd málareksturinn svo hún geti sjálf lagt mat á þær sannanir sem eru fyrir hendi.

The Sun greinir frá því að dóttir Ásu og sonur úr fyrra sambandi, þau Victoria og Christopher, séu föst í kviksyndi. Þau geti ekki haldið áfram með líf sitt, og þau komist ekki úr út þessari atburðarás sem hófst þegar faðir þeirra var handtekinn síðasta sumar. Talsmaður þeirra segir þau hörð af sér, enda þurfi stáltaugar að standa þennan storm af sér. Líf þeirra verði aldrei aftur eins og það var en engu að síður hafi þeim tekist að gera eins gott úr stöðunni og þeim er fært.

„Ég ber virðingu fyrir þessa unga fólki sem þurfa að hafa fyrir því á hverjum degi að fara fram úr rúminu.“

Victoria og Christopher ætli líkt og Ása að vera viðstödd réttarhöldin, svo lengi sem þeim reynist það ekki of erfitt.

„Þau líkt og allir aðrir vilja sjá hvernig þetta mál spilast og hvað mun taka við hjá þeim. Ein leið til að takast á við þetta allt er að mæta og sjá þetta með eigin augum.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Í gær

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump