fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Pressan

Harðneitar að flytja þó glæsihýsið sé á barmi þess að hrynja í sjóinn

Pressan
Mánudaginn 26. febrúar 2024 21:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

82 ára röntgenlæknir, Lewis Bruggeman, ætlar ekki að flytja úr glæsihýsi sínu í Kaliforníu þó að húsið sé á barmi þess að hrynja í sjóinn.

Eins og meðfylgjandi myndband gefur til kynna stendur húsið beinlínis á bjargsins brún eftir að jarðvegur rétt við það gaf sig á dögunum. Skriðuföll hafa orðið á þessu svæði og víðar í suðurhluta Kaliforníu í kjölfar mikilla rigninga í vetur.

Alls eru þrjú hús á hættusvæði en yfirvöld telja þó ekki að brýn hætta steðji að húsunum þó myndirnar gefi kannski annað til kynna.

„Húsið er í fínu lagi. Borgin er sammála því að engar skemmdir hafi orðið á undirstöðunum,“ segir Bruggeman í samtali við KCAL. Húsið hans er metið á 15 milljónir Bandaríkjadala, um tvo milljarða króna.

Kyle Tourjé, framkvæmdastjóri hjá verktakafyrirtækinu Alpha Structural í Los Angeles, segir í samtali við The Washington Post að fara þurfi í talsverðar framkvæmdir til að tryggja það að húsin haldist á sínum stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Óeirðir og ringulreið í Leeds eftir afskipti félagsmálayfirvalda

Óeirðir og ringulreið í Leeds eftir afskipti félagsmálayfirvalda
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?
Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart