fbpx
Föstudagur 12.apríl 2024
Pressan

Eiginmaður hennar hlaut heilaskaða eftir bílslys – Skildi við hann og annast hann í dag ásamt nýja eiginmanninum

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 23. febrúar 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hún var heiðarleg frá upphafi. Það var annað hvort að samþykkja þennan skilmála eða ekki,“ segir James Armstrong um fyrstu kynni hans og eiginkonu hans Kris. Strax við fyrstu kynni sagði Kris James frá því að ef að ætti að verða meira úr samskiptum þeirra þá fylgdi henni farangur, nánar tiltekið fyrrverandi eiginmaður hennar.

„Ég elska hann enn og hann er hluti af fjölskyldu okkar,“ segir Kris um fyrrverandi eiginmanninn Brandon Smith, sem varð fyrir heilaskaða árið 2008 og hefur þarfnast sólarhringsumönnunar síðan.

Framtíðin breyttist eftir skelfilegt slys

Kris og Brandon urðu fyrst vinir í menntaskóla þegar hún var 16 ára og hann 15 ára. Þau giftu sig fimm árum seinna og ætlaði Kris að eiga fyrir sér langa og góða framtíð með sínum heittelskaða. „Brandon var og er algjör gimsteinn,“ segir Kris.

Tveimur árum eftir brúðkaupið, þann 5. nóvember 2008, lenti Brandon í hræðilegu bílslysi þegar flutningabíll keyrði inn í hlið bíls hans. „Þetta var eins og að lenda í martröð,“ segir Kris, sem gat talað við eiginmann sinn, en ekki rætt við hann flókna hluti eða erfið mál. Læknar gáfu það út að hann væri með alvarlegan heilaskaða en ekki væri enn ljóst hvaða áhrif hann myndi hafa á líf Brandon.

„Auðvitað sögðu þeir mér að hann væri með alvarlegan heilaskaða og myndi verða fyrir áhrifum allt sitt líf, en ég vissi ekki hvað það fæli í sér,“ segir Kris sem stóð við hlið eiginmannsins í bataferli hans. Hún skipti um starfssvið og lærði talmeinafræði til að geta hjálpað honum enn meira, en eftir nokkur ár áttaði hún sig á hann myndi aldrei ná þeim bata að þau gætu átt samband lengur sem makar.

„En ég vissi að ég elskaði hann heitt, vildi sjá um hann og vera enn í lífi hans. Og ég vissi að af fólkinu í lífi hans var ég sú færasta til að sjá um hann,“ segir Kris sem tók þá erfiðu ákvörðun árið 2010 að skilja við Brandon og gerast lögráðamaður hans, tók hún þá ákvörðun bæði vegna þess að hún vildi eignast börn, sem gat ekki orðið með Brandon, og vegna fjárhagslegra erfiðleika.

Kynntist nýjum manni á netinu

Nokkrum árum seinna kynntist Kris James á netinu og eftir að þau höfðu talað saman í nokkrar vikur taldi Kris tíma kominn til að James myndi hitta Brandon.

„Við fórum öll saman í kirkju. Ég fór á klósettið og þegar ég kom til baka sá ég að James var með handlegginn utan um Brandon og það gerði útslagið fyrir mig,“ segir Kris, sem segist aldrei munu yfirgefa fyrstu ástina sína, en hana langaði líka í fjölskylduna sem hana hafði alltaf dreymt um að eignast með Brandon.

Kris og James giftu sig 5. september 2015 og eignuðust tvær dætur, auk þess sem James á son frá fyrra sambandi. James hefur alltaf verið til staðar fyrir Brandon. „James hefur 100% elskað Brandon, hugsað um hann, verið góður við hann,“ segir Kris og bætir við að James kalli Brandon bróður sinn. Dætur þeirra, fjögurra og fimm ára, kalla hann Brandon frænda, og sonur James, sem er 14 ára, hefur einnig myndað tengsl við Brandon.

„Það nísti hjarta mitt að sjá hann í hjólastól, ófæran um að sjá um sjálfan sig og andlega heilsan farin að mestu leyti. Ég vona að hann líti ekki á mig sem aumingjann sem stal konunni hans frá honum,“ segir James.

Brandon þarf eins og áður sagði sólarhringsumönnun og býr á sambýli í tíu mínútna fjarlægð frá heimili Kris og fjölskyldu hennar, en hún kemur með hann heim til þeirra reglulega eða þau fara út og gera eitthvað saman.

„Mér líður eins og ég hafi misst manninn minn. Ég fann leið til að takast á við missinn með því að vinna við að aðstoða fólk sem er í sömu stöðu og hann og deila sögu okkar,“ segir Kris.

Á hverju ári þegar hún skilar forsjárskjölum sínum til dómarans lætur hún fylgja með mynd af sér, eiginmanninum, börnunum og Brandon.“Ég elska hann enn og hann er hluti af fjölskyldu okkar.“

Á TikTok deilir Kris sögu fjölskyldunnar.

@followmetothemouse Story Time Part 2: A little about how I met my current husband and his relationship with Brandon. #tbisurvivor #tbi #caregiverlife #caregiver #slpsoftiktok #storytime #storytelling #story ♬ Motivational – D’Santos

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýtt app gerir fólki kleift að tilkynna um ólöglegar lagningar og fá greitt fyrir

Nýtt app gerir fólki kleift að tilkynna um ólöglegar lagningar og fá greitt fyrir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Setti upp falda myndavél til að sanna að konan væri „löt og einskis virði“ – Heimtaði skilnað og vorkunn en málið snerist í höndunum á henni

Setti upp falda myndavél til að sanna að konan væri „löt og einskis virði“ – Heimtaði skilnað og vorkunn en málið snerist í höndunum á henni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Faldi birgðir af pasta í Met til að gæða sér á milli aría

Faldi birgðir af pasta í Met til að gæða sér á milli aría
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dönsk yfirvöld búa sig undir næsta heimsfaraldur og auka viðbúnað sinn

Dönsk yfirvöld búa sig undir næsta heimsfaraldur og auka viðbúnað sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að merki um krabbamein geti sést mörgum árum áður en einkenni gera vart við sig

Segja að merki um krabbamein geti sést mörgum árum áður en einkenni gera vart við sig
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kaffidrykkja getur hugsanlega komið í veg fyrir krabbamein

Kaffidrykkja getur hugsanlega komið í veg fyrir krabbamein
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Við viljum gjarnan skjóta þá alla“ – Sístækkandi hópur veldur áhyggjum

„Við viljum gjarnan skjóta þá alla“ – Sístækkandi hópur veldur áhyggjum