fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Hoppaði inn í ljónagryfjuna til að taka sjálfsmynd

Pressan
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 06:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Wikimedia Commons/Benh LIEU SONG

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudag í síðustu viku gerði Prahlad Gujjar, 38 ára, sér lítið fyrir og fór inn í ljónagryfju í dýragarði í Andhra Pradesh á Indlandi til að taka sjálfsmynd. Hann komst ekki lifandi upp úr gryfjunni.

Girðingin umhverfis ljónagryfjuna er tæpir fjórir metrar á hæð.   Það dugði ekki til að stöðva Gujjar sem klifraði upp á hana og stökk síðan niður í gryfjuna. Talið er að hann hafi verið undir áhrifum áfengis og hafi ætlað að taka mynd af sér með ljóni að því er staðarmiðlar segja.

Talsmaður lögreglunnar sagði að öryggisvörður hafi séð til Gujjar og gert öðru starfsfólki viðvart og hlaupið í áttina að honum en náði ekki tímanlega til hans. Í ljónagryfjunni voru þrjú ljón sem réðust umsvifalaust á hann og urðu honum að bana.

Dýrahirðum tókst síðan að lokka ljónin inn í búr sín með mat og var þá hægt að sækja líkið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar
Pressan
Fyrir 2 dögum

4.300 ára grafhýsi gegndi ákveðnu hlutverki

4.300 ára grafhýsi gegndi ákveðnu hlutverki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu