fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Uppnám í smábæ í Þýskalandi – Kennari handtekinn í frímínútunum

Pressan
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 22:00

Friedrich-Adolf-Richter-Schule í Rudolfstadt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 15. janúar síðastliðinn varð óvenjuleg uppákoma í einkareknum grunnskóla í smábænum Rudolstadt, í héraðinu Thüringen, sem er í miðju Þýskalandi. Þrjátíu og átta ára gamall íþróttakennari við skólann var þá handtekinn á skólalóðinni og leiddur burt í handjárnum. Atvikið átti sér stað í frímínútum.

Bild komst á snoðir um málið og greindi frá því í dag (21. febrúar). Maðurinn er sakaður um brot gegn barni en barni sjálft kærði hann til lögreglu fyrir kynferðisofbeldi. Einnig er hann sakaður um að hafa skrifað skilaboð sem flokkast undir barnaníð.

Í fréttinni kemur fram að meint brot mannsins eru ekki tengd störfum hans við skólann og er hann ekki talinn hafa brotið gegn nemanda. Engu að síður hefur maðurinn verið leystur frá störfum frá skólanum á meðan málið er í rannsókn. Kom það fram í bréfi sem skólastjórinn sendi á foreldra nemenda við skólann, þann 17. janúar.

Athygli vekur að eftir handtökuna og yfirheyrslur var ekki krafist gæsluvarðhalds yfir manninum. Var ekki talin hætta á endurteknum brotum né að hann myndi flýja.

Sem fyrr segir gerðust þessi atvik fyrir tæpum mánuði síðan en málið er enn í rannsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu