fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Ók drukkin yfir á rauðu með skelfilegum afleiðingum – Dæmd í 25 ára fangelsi

Pressan
Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 10:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Milwaukee í Bandaríkjunum hefur dæmt 21 árs konu, Anteyona Sandifer, í 25 ára fangelsi. Unga konan var ákærð fyrir að verða fimm manns að bana þegar hún ók bifreið sinni drukkin og fór yfir á rauðu ljósi.

Bifreið Anteyonu lenti í árekstri við aðra bifreið sem ekið var yfir á grænu ljósi og létust fimm farþegar í bifreið Anteyounu, þar á meðal fjögur börn. Slysið varð í maí í fyrra.

„Ég vil biðjast innilegrar afsökunar á gjörðum mínum,“ sagði Anteyona þegar hún játaði sök í málinu í janúar síðastliðnum. Í slysinu lést eins árs stúlka, tvær fimmtán ára stúlkur, sautján ára piltur og 32 ára karlmaður. Sjötti farþeginn, 17 ára stúlka, slasaðist alvarlega.

Anteyona hlaut samfallið lunga og brot á rifbeinum í árekstrinum en slapp við lífshættulega áverka. Ökumaðurinn í hinum bílnum, 32 ára kona, slasaðist alvarlega.

Talið er að Anteyona hafi ekið bifreið sinni á tæplega 130 kílómetra hraða þegar slysið varð. Kastaðist bifreiðin á ljósastaur í kjölfar árekstursins. Áfengismagnið í blóði hennar var rúmlega tvöfalt á það sem leyfilegt er.

Samkvæmt niðurstöðu dómsins verður Anteyona undir auknu eftirliti í fimmtán ár eftir að hún lýkur afplánun fangelsisdómsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar
Pressan
Fyrir 3 dögum

4.300 ára grafhýsi gegndi ákveðnu hlutverki

4.300 ára grafhýsi gegndi ákveðnu hlutverki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu