fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Lét næstum lífið eftir að panta sér Big Mac og dregur skyndibitakónginn fyrir dóm

Pressan
Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 18:30

A McDonald's Big Mac, their signature sandwich is held up near the golden arches at a McDonalds's August 10, 2015, in Centreville, Virginia. AFP PHOTO/PAUL J. RICHARDS (Photo credit should read PAUL J. RICHARDS/AFP/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptavinur McDonald’s hefur ákveðið að draga skyndibitakeðjuna fyrir dóm út af fræga Bic Mac hamborgaranum. Má rekja málið til þess að árið 2021 pantaði hinn 28 ára gamli Charles Olsen sér Big Mac borgara í heimsendingu í gegnum þjónustuna DoorDash. Charles vildi þó ekki hamborgarann eins og honum er lýst á matseðli. Charles kærði sig nefnilega ekki um amerísku ostsneiðarnar sem áttu að vera á borgaranum og bað um að þeim yrði sleppt.

Eftir að Charles fékk borgarann í hendurnar hafði hann aðeins tekið fáeina bita þegar hann áttaði sig á því að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Honum fór að klæja í hálsinn og svo bólgnaði hann upp, en Charles er með ofnæmi fyrir mjólkurvörum. Hann hafði áður pantað borgara án vandkvæða. Þennan tiltekna dag hafði hann verið úti að skemmta sér og pantaði sér svo McDonald’s að venju. Hann gaumgæfði borgarann áður en hann fékk sér bita en sá ekkert athugavert.

Ekki fyrr en ofnæmisviðbrögðin gerðu vart um sig. Það hafði gleymst að sleppa ostinum. Fyrst var Charles bara pirraður yfir þessum mistökum. En svo varð hann kvíðinn þegar einkenni hans fóru að versna.

Í stefnu í málinu segir að hann hafi fundið brunatilfinningu út um allan líkama. Hann hafi litið á kærustu sína og stunið upp að það væri ostur á borgaranum og hann væri kominn í bráðaofnæmiskast. Kærastan kom honum undir læknishendur og fékk Charles heilan kokteil af ofnæmislyfjum sem læknar reyndu að stöðva ofnæmisviðbrögðin með. Það gekk þó ekki nógu hratt fyrir sig og þurfti að barkaþræða Charles til að tryggja öndun. Charles segist hafa verið í raunverulegri lífshættu og sjálfur hafi hann ekki trúað því að hafa þetta af.

Hann ákvað því að stefna skyndibitakeðjunni til að tryggja að aðrir lendi ekki í þessu sama. Það er svo í Bandaríkjunum að miskabætur eru dæmdar að álitum sem eins konar refsing til lögaðila. Þar með séu fjárhagslegir hagsmunir í húfi sem komi því til leiða að lögaðilar gæti að öryggi neytenda.

Charles viðurkennir að hann sé engan veginn hættur að panta sér McDonalds, en þó svo að hann treystir þeim ekki lengur til að gæta að ofnæmismálum.

„Nú panta ég mér bara franskar og strípaðan borgara með engu á. Bara brauðið og kjötið. Ég bara tek ekki sénsinn að þetta gerist aftur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu