fbpx
Miðvikudagur 28.febrúar 2024
Pressan

Bretar óttast að nýtt skordýr nemi brátt land

Pressan
Sunnudaginn 11. febrúar 2024 09:30

Flugan getur borið með sér allskonar sjúkdóma. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlýnun jarðar opnar á möguleika skordýra, sem alla jafna hafast við í heitari löndum, að færa sig um set og koma sér fyrir á nýjum stöðum.

Nú hafa tveir sérfræðingar varað við því að asíska tígris-moskítóflugan geti numið land á Bretlandseyjum á næstu árum. Flugan er hvimleiður gestur og finnst gott að nærast allan daginn, ekki bara í dögun eða þegar rökkvar. Flugan er þar að auki hýsill og smitberi fyrir hættulega sjúkdóma, til dæmis beinbrunasótt (e. Denghi) og Zika-veiruna.

Andrew Jones, prófessor í líffræði við Oxford Brookes-háskóla, segir við Mirror að flugan hafi verið að færa sig norðar á bóginn á undanförnum árum.

„Ég man eftir að hafa verið í suður-Frakklandi fyrir 20-30 árum og þá gat maður setið áhyggjulaus úti í garði. Ef maður gerir það í dag ertu umkringdur þessum flugum. Þannig að ef þú vilt vera úti þá þarftu að úða þig í bak og fyrir með fælandi efnum,“ segir Andrew og bætir við að flugan sé einnig búin að nema land á Ítalíu.

Matt Bulbert, sem er líffræðingur og starfar við sama skóla, segir við Mirror að þetta sé bein afleiðing hlýnandi loftslags á jörðinni.

„Ef fer sem horfir verða þessar flugur komnar hingað árið 2050. Önnur tegund sem hefur verið nefnd er asíski risageitungurinn,“ segir Matt en þessi tegund þykir árásargjörn og býsna ófrýnileg vegna stærðar sinnar.

„Það sem hjálpar til er að loftslag í Bretlandi er ekki eins milt og víða annars staðar í Evrópu og kuldinn hægir mjög á útbreiðslu þessara dýra. Flestum finnst ef til vill notalegt að fá meiri hlýindi en við ættum líka að þakka fyrir að hér er ekki mjög heitt alla jafna,“ segir Matt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem var fenginn til að finna njósnarann innan raða FBI sem reyndist vera hann sjálfur

Maðurinn sem var fenginn til að finna njósnarann innan raða FBI sem reyndist vera hann sjálfur
Pressan
Í gær

Aldrei fleiri Rússar sótt um hæli

Aldrei fleiri Rússar sótt um hæli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þurfti meðferð við Tinderfíkn – „Á einum tímapunkti var ég að spjalla við 10 konur í einu“

Þurfti meðferð við Tinderfíkn – „Á einum tímapunkti var ég að spjalla við 10 konur í einu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reisti sér risastórt heimili á einum glæsilegasta íþróttaleikvangi Bandaríkjanna

Reisti sér risastórt heimili á einum glæsilegasta íþróttaleikvangi Bandaríkjanna