Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar að sögn Live Science sem segir að vísindamenn hafi mælt heilastarfsemi 36 sjálfboðaliða. Í ljós hafi komið að fólkið gat greint grundvallaruppbyggingu setningar á 125 millisekúndum en það er um það bil sá tími sem það tekur að blikka auga.
Þetta þýðir að fólk getur unnið úr orðum jafn hratt og það vinnur úr sjónrænni upplifun. Þetta er hæfileiki sem gerir okkur kleift að fylgjast stöðugt með og takast á við umheiminn.
Rannsóknin, sem hefur verið birt í vísindaritinu Science Advances, gæti hjálpað til við að varpa ljósi á hvernig heilinn les úr tungumálum.