fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Pressan

Þekkt leikkona var alltaf þreytt og verkjuð: Tók 30 ár að greina hana með sjúkdóm sem sífellt fleiri greinast með

Pressan
Föstudaginn 8. nóvember 2024 22:00

Miranda Hart greindist með Lyme-sjúkdóminn fyrir skemmstu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í rúm þrjátíu ár þjáðist breska leikkonan Miranda Hart af mikilli þreytu, heilaþoku og óútskýrðum verkjum. Læknum gekk illa að finna ástæðu einkennanna og töldu jafnvel að hún þjáðist af einhvers konar andlegum veikindum.

En það var ekki fyrr en hópur lækna lagðist yfir mál hennar að þeir komust að því hvað væri að. Það gerðist eftir að Miranda var við það að gefast upp á veikindunum og blóðprufur leiddu í ljós að hún þjáðist af Lyme-sjúkdómmum.

Telja læknar fullvíst að hann hafi grasserað í líkama hennar síðan hún var unglingur, en þá komu fyrstu einkenni sjúkdómsins fram.

Flest bit skaðlaus en ekki öll

Á vef Heilsuveru kemur fram að Lyme-sjúkdómur sé smitsjúkdómur í mönnum af völdum bakteríunnar Borrelia burgdorferi. Bakterían berst í menn eftir bit sýkts skógarmítils þegar hann nærist á blóði viðkomandi. Því fyrr sem sjúkdómurinn greinist er auðveldara að meðhöndla hann, en langvarandi einkenni geta reynst fólki mjög þungbær.

„Útbreidd sýking verður þegar bakterían dreifir sér um líkamann og sest að í húð, miðtaugakerfi, hjarta eða liðum. Þetta getur gerst vikurnar eftir sýkingu ef ekki er gefin meðferð. Fyrir kemur að sýkingin valdi viðvarandi liðbólgum. Sjaldgæfir fylgikvillar eru minnisleysi, síþreyta og hjartsláttartruflanir sem haldast þótt bakterían hafi verið upprætt,“ segir á vef Heilsuveru en þar er jafnframt tekið fram að flest mítlabit séu skaðlaus og litlar líkur séu á veikindum eins og hér er lýst.

Tilfellum virðist fara fjölgandi

Miranda var búsett í Virginíuríki í Bandaríkjunum á sínum yngri árum og er talið að hún hafi fengið sjúkdóminn þegar hún var búsett þar. Miranda opnaði sig um veikindin í ævisögu sinni sem kom út fyrir skemmstu og segir hún í umfjöllun Mail Online að læknum hafi tekist að gera líf hennar bærilegra eftir að í ljós kom hvað var að. Hún segist þó ekki vera búin að ná sér að fullu, en í þrjú ár áður en hún greindist þjáðist hún af krónískum þreytusjúkdómi (ME) sem getur verið einn af fylgikvillum Lyme.

Í umfjöllun Mail Online kemur fram að um þrjú þúsund ný tilfelli af Lyme-sjúkdómnum greinist árlega í Bretlandi. Samtökin Lyme Disease UK telja þó að raunverulegur fjöldi nýrra tilfella sé allt að tvöfalt eða þrefalt meiri og þeim virðist fara fjölgandi af ástæðum sem eru ekki að fullu þekktar.

Ein kenning er sú að fjölgun svokallaðra „grænna svæða“ nálægt mannabyggðum skapi góðar aðstæður fyrir mítla til að fjölga sér. Loftslagsbreytingar er annað atriði sem vísindamenn nefna sem og aukin þekking á eðli og einkennum sjúkdómsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessar venjur laða skordýr að heimilinu

Þessar venjur laða skordýr að heimilinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona margar bakteríur eru í eldhússvampi

Svona margar bakteríur eru í eldhússvampi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þingkona hverfur á braut í kjölfar fyllerís og misheppnaðrar viðreynslu

Þingkona hverfur á braut í kjölfar fyllerís og misheppnaðrar viðreynslu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Má loksins tjá sig um hryllinginn á kaffihúsinu árið 2014

Má loksins tjá sig um hryllinginn á kaffihúsinu árið 2014
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nágranninn átti sér skuggalegt leyndarmál

Nágranninn átti sér skuggalegt leyndarmál
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar