fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Reyndi að stela farþegaflugvél

Pressan
Föstudaginn 8. nóvember 2024 04:24

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfarþegum, sem voru staddir á Missoula alþjóðaflugvellinum í Montana í Bandaríkjunum þann 22. október, brá mjög í brún þegar þeir sáu karlmann reyna að brjótast inn í flugstjórnarklefa Boeing 737 vélar.

Fox News skýrir frá þessu og segir að maðurinn hafi viljað komast til Eistlands. Hann náði að komast í gegnum öryggishlið á vellinum og hlaupa að flugvélinni og tókst næstum því að komast inn í flugstjórnarklefann áður en hann var handtekinn.

Vélin var nýlent þegar maðurinn réðst til inngöngu í hana. Þegar hann hljóp að henni voru lögreglumenn á hælum hans. Flugvallarstarfsmaður reyndi að stöðva hann þegar hann nálgaðist vélina en maðurinn hrinti honum um koll og meiddist starfsmaðurinn.

Maðurinn komst um borð í vélina, ýtti flugfreyju að hurðinni að flugstjórnarklefanum og „kramdi“ hönd annarrar flugfreyju sem reyndi að læsa hurðinni að flugstjórnarklefanum.

Eftir að lögreglumenn höfðu handtekið hann byrjaði hann að sögn að hrópa að hann „þyrfti að komast til Eistlands því slæmt fólk hefði sagt honum að fljúga vélinni þangað“.

Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald en getur losnað úr því með því að greiða hálfa milljón dollara í lausnargjald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu