fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Pressan

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Pressan
Sunnudaginn 3. nóvember 2024 17:30

Það er farið að grænka ansi mikið á Suðurskautinu. Mynd:Nature.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suðurskautslandið er gríðarlega stórt, nærri því fjórum sinnum stærra en Bandaríkin. Það er næstum algjörlega þakið margra kílómetra þykku íslagi. En Suðurskautslandið hefur ekki alltaf verið ísi þakið.

Í umfjöllun Live Science um málið er haft eftir sérfræðingum að ísinn þar hafi líklega myndast nýlega, í jarðsögulegu samhengi, eða fyrir um 34 milljónum ára.

Hiti á heimsvísu er lykilþátturinn þegar kemur að myndum íss og hversu mikið svæði hann þekur. Fyrir um 50 milljónum ára var meðalhitinn um 14 gráðum hærri en hann er nú. En næstu 16 milljónir ára, lækkaði hitinn jafnt og þétt og fyrir 34 milljónum ára var meðalhitinn 8 gráðum hærri en hann er núna.

Hvað varðar lækkun hitastigsins þá voru það líklega tveir þættir sem komu við sögu. Annar er breyting á magni koltvísýrings í andrúmsloftinu og hinn er hreyfingar heimsálfanna, sérstaklega þegar sundið á milli Suður-Ameríku og Suðurskautsins opnaðist en það tengir sunnanvert Atlantshafið við suðurhluta Kyrrahafsins.

Þeim mun meira magn koltvísýrings, sem er í andrúmsloftinu, þeim mun hlýrra er á jörðinni. Fyrir 60 til 50 milljónum ára var magn koltvísýrings í andrúmsloftinu líklega 1.000 til 2.000 hlutar á hverja milljón en það er 2,5 til 5 sinnum meira en í dag.

Þar sem magn CO2 í andrúmsloftinu minnkaði, kólnaði og loftslagið fór líklega yfir ákveðinn þröskuld sem gerði að verkum að íshellur fóru að myndast.

Þannig að fyrir 34 milljónum ára var Suðurskautið íslaust en þá fór ís að myndast þar. Sérfræðingar telja ekki útilokað að það verði íslaust á nýjan leik vegna loftslagsbreytinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Pressan
Í gær

17 látnir eftir að hafa drukkið ólöglegt áfengi

17 látnir eftir að hafa drukkið ólöglegt áfengi
Pressan
Í gær

Segir að Filippus drottningarmaður hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“

Segir að Filippus drottningarmaður hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hremmingar jólageitarinnar

Hremmingar jólageitarinnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Virtur ljósmyndari lenti í ótrúlegri uppákomu á flugvelli – Sjáðu myndbandið

Virtur ljósmyndari lenti í ótrúlegri uppákomu á flugvelli – Sjáðu myndbandið