fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Yngstu fórnarlömb fellibylsins voru þessir tvíburabræður

Pressan
Föstudaginn 4. október 2024 07:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Obie Williams heyrði í dóttur sinni, hinni 27 ára gömlu Kobe Williams, í síðustu viku heyrði hann barnsgrátur og lætin í veðrinu fyrir utan heimili hennar. Þetta reyndist vera í síðasta skipti sem hann heyrði í hljóðið í henni og barnabörnum sínum.

Fellibylurinn Helena reið yfir Bandaríkin í síðustu viku og olli gríðarlegu tjóni í suðausturríkjum landsins. Að minnsta kosti 215 eru látnir eftir fellibylinn og margra enn saknað og því viðbúið að tala látinna muni hækka umtalsvert á næstu dögum og vikum.

Kobe Williams var búsett í bænum Thomson, tiltölulega strjálbýlu svæði í Georgíuríki, ásamt tvíburunum sínum, Khyzier og Khazmir, sem komu í heiminn fyrir rúmum mánuði. Þau létust öll þegar tré féll á hjólhýsi þeirra í fellibylnum.

Obie segir við bandaríska fjölmiðla að hann hafi hvatt dóttur sína til að leita skjóls inni á baðherbergi hjólhýsisins. Þegar hann reyndi að heyra í henni aftur skömmu síðar svaraði hún ekki ítrekuðum símhringingum.

Khyzier og Khazmir komu í heiminn þann 20. ágúst síðastliðinn og eru þeir yngstu fórnarlömb fellibylsins sem vitað er um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu