fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Laug til um eigin dauða og sveik út tugmilljóna líftryggingu – Svo kom að skuldadögum

Pressan
Mánudaginn 28. október 2024 22:00

Karen Salkilld

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 43 ára gamla Karen Salkilld var á dögunum dæmd í þriggja ára fangelsi í Perth í Ástralíu fyrir bíræfin tryggingasvik. Salkilld, sem starfar sem fótbolta- og einkaþjálfari, hafði tekist hið ótrúlega og logið til um eigin dauða. Með fölsuðum gögnum hafði henni tekist að fá um 64 milljón króna líftryggingu sína greidda út. Daily Mail greinir frá.

Forsaga málsins er sú að í fyrra var Salkilld, sem er tveggja barna móðir, komin í fjárhagsvandræði sem hún hugðist leysa með því að selja bóndabæ fjölskyldu sinnar. Söluverðið var mun lægra en Salkilld hafði ætlað og í örvæntingu sinni ákvað hún að freista þess að svíkja tryggingafélagið.

Salkilld falsaði ýmsa pappíra, þar á meðal dánarvottorð sitt í hörðum árekstri og lögregluskýrslu um tildrög slyssins. Hún nýtti sér síðan líkindi sín og sambýliskonu sinnar, Kelly Winter, til þess að nota skilríki hennar og fara fram á að tryggingarféið yrði greitt út.

Gögnin voru nánast óaðfinnanleg og viku síðar voru peningarnir greiddir inn á reikning í eigu Winter sem Salkilld hafði allar upplýsingar um. Hún hóf þegar að millifæra peningana inn á annan reikning í sinni eigu en þá kviknaði á viðvörunarbjöllum í kerfum bankans og greiðslurnar voru frystar. Í kjölfarið var lögreglu gert viðvart.

Málið hefur vakið mikla athygli í Ástralíu, sér í lagi þegar rannsóknarblaðamenn gengu á Salkilld fyrir utan verslun í Perth þar sem hin meinta látna kona var að sinna hversdagslegum erindum sínum.

Dómari í málinu komst að þeirri niðurstöðu að sambýliskonan Winter hefði ekki haft neina aðkomu að málinu. Salkilld þarf að dúsa í fangelsi í að minnsta kosti 18 mánuði þar til að hún á möguleika á reynslulausn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun