fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Svona marga kaffibolla þarftu að drekka daglega til að draga úr líkunum á hjartasjúkdómum

Pressan
Laugardaginn 26. október 2024 18:15

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn við Suzhou læknadeild Soochow háskólans í Kína rannsökuðu sjúkraskýrslur rúmlega 350.000 manns til að kanna hvort kaffineysla minnki líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum.

Það er almennt viðurkennt í vísindasamfélaginu að kaffineysla geti haft jákvæð áhrif á heilsufar fólks. Það er að segja ef þess er neytt í hóflegu magni.

Heilbrigðisyfirvöld segja að kaffineysla geti til dæmis dregið úr líkunum á því að fólk fái sjúkdóma á borð við sykursýki 2 og þunglyndi.

Niðurstaða rannsóknar kínversku vísindamannanna er að kaffineysla getur haft fyrirbyggjandi áhrif á þróun hjarta- og æðasjúkdóma sem verða milljónum manna að bana árlega.

En það er ekki nóg með að vísindamennirnir hafi komist að þessari niðurstöðu, þeir komust einnig að því hversu marga kaffibolla þarf að drekka daglega til að njóta þessara góðu áhrifa.

Gögnin sem unnið var með komu úr hinum breska BioBank sem geymir margvíslegar upplýsingar um milljónir Breta. Þátttakendunum var skipt í tvo hópa. Í öðrum var fólk sem ekki hafði greinst með hjartasjúkdóm en í hinum fólk sem hafði greinst með hjartasjúkdóm.

Vísindamennirnir rannsökuðu hversu mikið kaffi fólkið drakk og komust að þeirri niðurstöðu að „venjuleg kaffi- eða teneysla, sérstaklega í hóflegu magni, tengist minni hættu á fjölsjúkdómum“. Þar er átt við að viðkomandi þarf að þjást af tveimur af eftirfarandi sjúkdómum samtímis: Sykursýki 2, sjúkdómum í slagæðum og blóðtappa eða heilablæðingu.

Segja vísindamennirnir að kaffi dragi ekki aðeins úr líkunum, heldur hafi það víðtæk áhrif til að varna því að fólk fái hjarta- og æðasjúkdóma.

Rannsóknin leiddi í ljós að þeir sem drukku þrjá kaffibolla á dag, voru í 48% minni hættu á að þróa með sér hjarta- og æðasjúkdóma en þeir sem ekki drukku kaffi.

Hjá fólki sem drakk á milli 200 og 300 mg af koffíni á dag, voru líkurnar 40% minni.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu The Journal of Clinical Endocrinolgoy and Metabolism.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óhugnaður í Þýskalandi: Dauðaleit stendur yfir að sex ára dreng

Óhugnaður í Þýskalandi: Dauðaleit stendur yfir að sex ára dreng
Pressan
Í gær

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð