fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Ólýsanlegur hryllingur í Seattle út af falli á prófi – 11 ára stúlka þóttist vera dauð á meðan bróðir hennar myrti alla fjölskylduna

Pressan
Föstudaginn 25. október 2024 22:30

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

11 ára stúlka sem lifði af fjöldamorð á heimili sínu í Seattle  á mánudaginn segist hafa vaknað upp við ærandi hávaða er eldri bróðir hennar hóf skothríð. Fljótlega eftir að hún vaknaði ruddist 15 ára bróðir hennar inn í svefnherbergið og byrjaði að skjóta.

Stúlkan segir að hún hafi þóst vera dauð. Hún lokaði augunum og hélt niðri í sér andanum eftir að bróðir hennar skaut hana í hönd og háls. Hún gerði þetta svo bróðir hennar kæmi ekki aftur til að ljúka verkinu.

Ofangreint kemur fram í gögnum sem lögð hafa verið fram fyrir dómi. Stúlkan sagði lögreglu að bróðir hennar hafi notað byssu sem faðir þeirra átti. Byssuna notaði hann til að skjóta foreldrana til bana, tvo bræður hennar og yngri systur.

Hún sagði bróður sinn hafa sturlast eftir skammir sem hann fékk fyrir að falla á prófi. Drengurinn var í gær ákærður fyrir fimm morð af yfirlögðu ráði og eina morðtilraun. 11 ára stúlkan var sú eina í fjölskyldunni sem lifði árásina af.

Hún greindi frá því í skýrslu sinni að hún hafi vaknað við skothríðina og kíkt fram á gang. Þar sá  hún föður sinn og 13 ára bróður látna í blóðpolli. Yngsta systkinið, 6 ára stúlka sem deildi herbergi með 11 ára systur sinni, var skotin til bana þegar hún steig út úr herberginu.

11 ára stúlkan lýsti því svo að eftir bróðir hennar skaut hana hafi hann farið fram á gang þar sem hann skoðaði lífsmörk á þremur líflausu fjölskyldumeðlimunum sem þar höfðu fallið í valinn. Hún áttaði sig á því að bróðir hennar myndi eins tryggja að hún væri látin. Hún þóttist því dauð þegar bróðir hennar kom aftur inn í herbergið. Bróðir hennar yfirgaf þá herbergið til að hringja símtal og tókst henni þá að flýja með því að hoppa út um glugga og hlaupa til nágranna sinna. Stúlkan var þá flutt á sjúkrahús.

Á daginn kom að símtalið sem varð henni til bjargar var tilraun bróður hennar til að afvegaleiða lögreglu.  Hann hringdi sjálfur í neyðarlínuna og sagði 13 ára bróður sinn hafa skotið fjölskyldu sína til bana og svo svipt sig lífi. Mögulega hefði lögreglan trúað honum ef ekki væri fyrir systur hans sem sagði lögreglu sannleikann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun