Yfirvöld hafa staðfest að einn hafi látist í námunni og fjórir slasast en hópurinn sat fastur á miklu dýpi ofan í námunni. Ellefu manns var bjargað í gærkvöldi.
Ekki liggur fyrir hvað fór úrskeiðis en lyftan bilaði þegar hún var komin um 150 metra niður í jörðina. Þurfti hópurinn að bíða í sex klukkustundir þar til viðbragðsaðilum tókst að koma honum upp.
Lögregla hefur ekki gefið út hvað varð til þess að einn úr hópnum lést og fjórir slösuðust, en rannsókn málsins er á frumstigi.