Elon Musk er nú hafður að háði og spotti í netheimum. Tilefni háðsins er furðulegt háttalag hans á kosningafundi Trump á laugardaginn.
Þar hoppaði milljarðamæringurinn af gleði á sviðinu fyrir aftan Trump, eins og hann væri eins konar klappstýra. Um tíma virtist jafnvel Trump, sem sjálfur getur verið frekar óheflaður, misbjóða en á myndum sést hann gefa auðkýfingnum hornauga.
„Jafnvel Trump finnst Musk vera furðufugl,“ skrifaði einn á Twitter.
Says it all 😂 pic.twitter.com/xiP3vsaKHm
— Spencer Dirrig 🥥🇺🇸 (@SpencerDirrig) October 5, 2024
Aðrir báru Musk saman við barn sem er komið með svefngalsa. En það voru ekki bara hoppin sem fólki þóttu neyðarleg. Musk fór eins með furðulega ræðu þar sem hann kallaði sjálfan sig myrkur-MAGA, en MAGA er skammstöfun Trump á frasanum: Gerum Bandaríkin frábær að nýju. Dark-MAGA er minna þekkt en vísar til jaðarhóps rótækra stuðningsmanna Trump sem aðhyllast eins konar einræðishyggju og sjá Trump fyrir sér sem mann sem er tilbúinn að gera hvað sem er til að ná stefnumálum sínum fram. Musk kallaði Trump hugrakkan á fundinum. Hann segir Trump vera hetju tjáningarfrelsis andspænis demókrötum sem ætli að svipta Bandaríkjamenn þeim mikilvægu mannréttindum. „Þau vilja svipta okkur tjáningarfrelsinu, þau vilja svipta okkur réttinum til að bera vopn, þau vilja svipta okkur kosningarétti.“
Fundurinn var heilt yfir hástemmdur, enda haldinn í Butler, Pennsylvaniu þar sem Trump varð fyrir banatilræði í sumar. Trump bað gesti að fylgja sér í stundarþögn til að minnast tilræðisins, þess sem lést og þeirra sem slösuðust. Síðan söng óperusöngvari lagið Ave Maria á meðan gestir tóku niður hatta, þurrkuðu tár af hvarmi og sumir féllu niður á kné.
„Þetta eru mikilvægustu kosningar lífs okkar. Þetta eru engar venjulegar kosningar,“ sagði Musk sem hvatti gesti til að fá alla sem þau þekkja og þekkja ekki til að skrá sig á kjörskrá. „Ef ekki þá verða þetta síðustu kosningar lýðræðisins“
No matter where he goes, he always acts like a kid trying to impress the adults at a party. https://t.co/a3ZkwKjlj1
— Jamie (@smokeismedicine) October 6, 2024
Both weirdos pic.twitter.com/FD51oVHIqC
— SonarVermin™🎧⚓️🇵🇭🇺🇸 (@Sonar706) October 5, 2024
The writers could have picked someone a little less on-the-nose to play the billionaire fascist https://t.co/QGP97Q4wHY pic.twitter.com/EhE1jFZ9H5
— chyea ok (@chyeaok) October 6, 2024
If Trump loses this election, I will look back fondly on this as the moment that sealed his fate pic.twitter.com/LHavzvsMt4
— Adam Carlson (@admcrlsn) October 6, 2024