fbpx
Miðvikudagur 06.nóvember 2024
Pressan

„Rawdogging“ slær í gegn – Hefur þú heyrt um þetta trend?

Pressan
Mánudaginn 5. ágúst 2024 21:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Rawdogging“ er eitt heitasta trendið í dag, sérstaklega meðal karla og hefur það náð miklum vinsældum á samfélagsmiðlum, aðallega TikTok. En veist þú hvað „Rawdogging“ er?

Þetta gengur út á að kanna þolmörk sín í flugferðum. Það má ekki nota farsímann í fluginu, ekki horfa á neitt á skjánum, sem er í sumum flugvélum, og þeir sem taka þetta allra lengst drekka ekkert í fluginu, borða ekkert og sofa ekki. Enn aðrir ganga síðan enn lengra og neita sér algjörlega um salernisferði í fluginu sem og að standa upp og skiptir þá engu hversu langt flugið er.

Eins og fyrr sagði þá er þetta mjög vinsælt á TikTok og aðallega meðal karla. Fólk skýrir frá upplifun sinni af því að sitja í flugvél í margar klukkustundir án þess að hafa nokkra afþreyingu. Það er þó eitt sem er undanþegið afþreyingarbanninu og það er að horfa á skjáinn fyrir framan sig en bara á upplýsingar um flugið, það er að segja kort þar sem flugleiðin er sýnd. Það má líka lesa öryggisleiðbeiningarnar sem er að finna í sætisvasanum fyrir framan hvert sæti.

Grunnhugmyndin með þessu að leiða hugann frá öllu í umhverfinu og fara inn í sjálfan sig. Um leið gengur maður nærri sínum andlegu og líkamlegu mörkum.

CNN segir að það séu aðallega karlar sem stunda því því „karlar kunna vel við áskoranir“. Michael Ceely, sálfræðingur, sagði í samtali við miðilinn að það sé örugglega frekar félagslega samþykkt að karlar stæri sig af einhverju þessu líku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 3 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?