Sky News segir að í febrúar hafi hún fengið fyrri milljónina á miða í „Lifetime Millions“ lottóinu en miðinn í því kostar 50 dollara.
Í síðustu viku vann hún aðra milljón þegar hún keypti sér miða í „100X Cash“ lottóinu en miðinn í því kostar 10 dollara.
Í báðum þessum lottóum er um skafmiða að ræða.
Vinningarnir eru venjulega greiddir út yfir langt árabil en vinningshafarnir geta þó valið að fá þá greidda út í einu lagi en þá lækkar vinningsupphæðin töluvert. Wilson valdi þennan kost í báðum tilfellum og fékk 650.000 dollara greidda í hvort skipti.
Þegar hún vann í fyrra skiptið sagðist hún hafa í hyggju að kaupa sér nýjan bíl. Hvað varðar seinni vinninginn sagði hún að hann yrði notaður til að koma upp sparnaðarreikningi.