fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Vann tvo 140 milljóna lottóvinninga á 10 vikum

Pressan
Mánudaginn 6. maí 2024 07:30

Christine Wilson. Mynd:Massachusetts State Lottery

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að Christine Wilson sé ljónheppin kona. Á 10 vikna tímabili fékk hún tvisvar sinnum 1 milljón dollara, sem svarar til um 140 milljóna íslenskra króna, í lottóvinninga í ríkislottóinu í Massachusetts.

Sky News segir að í febrúar hafi hún fengið fyrri milljónina á miða í „Lifetime Millions“ lottóinu en miðinn í því kostar 50 dollara.

Í síðustu viku vann hún aðra milljón þegar hún keypti sér miða í „100X Cash“ lottóinu en miðinn í því kostar 10 dollara.

Í báðum þessum lottóum er um skafmiða að ræða.

Vinningarnir eru venjulega greiddir út yfir langt árabil en vinningshafarnir geta þó valið að fá þá greidda út í einu lagi en þá lækkar vinningsupphæðin töluvert. Wilson valdi þennan kost í báðum tilfellum og fékk 650.000 dollara greidda í hvort skipti.

Þegar hún vann í fyrra skiptið sagðist hún hafa í hyggju að kaupa sér nýjan bíl. Hvað varðar seinni vinninginn sagði hún að hann yrði notaður til að koma upp sparnaðarreikningi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?