En fyrir fjórum árum hvarf hún algjörlega og var eins og jörðin hefði gleypt hana. Tveimur árum síðar var að því komið að lögreglan ætlaði að hætta rannsókninni á hvarfi hennar en þá varð algjör tilviljun til þess að málið leystist.
Lögreglumaður var þá að leita að húsinu hennar á Google Maps. Á myndinni sem blasti við honum sást Paulette vera að ganga frá húsinu sínu. Svo ótrúlega vildi til að Google Maps tók myndir af húsinu hennar daginn sem hún hvarf.
Út frá myndinni gat lögreglan rakið slóð Pauletta og fannst lík hennar í nokkurra metra fjarlægð.
Pauletta hvarf að heiman í nóvember 2020 á meðan eiginmaður hennar var að hengja út þvott. Mikil leit var gerð að henni og voru hundar, hitamyndavélar, þyrlur og drónar notaðir við hana.
Leitin skilaði engum árangri og taldi fjölskylda hennar að hún hefði fallið í ána Meuse sem er nærri heimili hennar.
Daily Star segir að það hafi síðan verið 2022 sem lögreglumaðurinn gerði fyrrnefnda uppgötvun þegar hann skoðaði myndir á Google Maps. Á myndinni sést Paulett ganga síðustu metrana í lífi sínu.
Lögreglumenn fundu lík hennar við rætur hlíðar, neðan við hús nágranna Paulette.