fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Pressan

Svona oft áttu að skipta á rúminu

Pressan
Sunnudaginn 5. maí 2024 20:30

Ætli það sé kominn tími til að skipta á rúminu?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hversu oft á eiginlega að skipta um sængurver, koddaver og lök? Það er eflaust mjög mismunandi hversu oft fólk skiptir á rúmum sínum en það er rétt að hafa í huga að þegar við liggjum í rúminu þá losnar mikið magn af dauðum húðfrumum af okkur og auk þess erum við þakin bakteríum. Sviti er síðan eitthvað sem við losum okkur við á meðan við sofum.

Allt þetta laðar rykmaura að sér og þeir kunna vel við sig í rúmum okkar og sængurfatnaði. Saur þeirra inniheldur efni sem geta valdið kláða í nefi og pirringi í augum að sögn Marie-Louise Danielsson-Tham, prófessors. Vivilla.se skýrir frá þessu.

Hún sagði að það sé góð regla að skipta á rúmum á fjórtán daga fresti, með því sé hreinlætis gætt og einnig sé hugsað um umhverfið með því. En á öllum reglum er undantekning og hvað þetta varðar þá skiptir veðrið einnig máli. Við svitnum meira á sumrin og því ætti að skipta oftar um þá að hennar sögn og auðvitað á að skipta um ef rúmfötin eru skítug.

Það er sem sagt mikilvægt að skipta reglulega á rúmunum en það er líka jafn mikilvægt að búa ekki um þau um leið og farið er á fætur. Prófessorinn sagði að gott sé að láta sængur og kodda vera í birtu og fersku lofti í góða stund eftir að farið er á fætur og best sé að búa ekki um fyrr en síðdegis því ferskt loft og kuldi drepi rykmaurana. Enn betra er að taka sængina og koddann úr rúminu á meðal loftað er út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm