fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Pressan

NASA birtir myndir af spegilsléttum hraunpolli á yfirborði Io – Myndband

Pressan
Sunnudaginn 5. maí 2024 07:30

Svona lítur hraunpollurinn út. Mynd:NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska geimferðastofnunin NASA birti nýlega myndir og myndband af risastórum hraunpolli á yfirborði Io sem er risastórt tungl á braut um Júpíter.

Um tölvugert myndefni er að ræða en það er byggt á upplýsingum sem Juno-geimfarið aflaði þegar það flaug í aðeins 1.500 km fjarlægð frá Io í desember 2023 og janúar 2024. Aldrei áður hefur gagna um Io verið aflað úr svo mikilli nálægð við tunglið.

Mörg hundruð virk eldfjöll eru á Io og segir NASA að stundum séu gosin úr þeim svo öflug að hægt sé að sjá þau með sjónaukum hér á jörðinni.

Nýju myndirnar sýna Loki Patera, sem er 200 km langur hraunpollur á yfirborði Io. Vísindamenn hafa fylgst með þessu polli áratugum saman. Hann er beint ofan á stórum kvikutanki undir yfirborðinu.

Kólnandi hraun í miðju pollsins er umkringt því sem er hugsanlega bráðnuð kvika að sögn Scott Bolton, aðalvísindamanns Juno-verkefnisins.

Hann sagði að gögnin sem Juno aflaði bendi til að hluti af pollinum sé eins sléttur og spegill.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm