Raunar þurfa köngulóarhræddir ekki að hafa miklar áhyggjur því þetta eru auðvitað ekki lifandi köngulær eins og við búum saman með hér á jörðinni. Þessar myndast þegar koltvísýringsís spýr rykugu gasi upp, svona álíka og þegar hverir spúa vatni upp hér á landi.
Köngulærnar sáust á svæði sem er þekkt sem Inka borgin á suðurpól Mars. Það voru ESA Mars Express orbiter og ExoMars Trace Gas Orbiter sem tóku myndirnar. Á þeim sjást mörg hundruð dökkir hlutir sem virðast vera með litla fætur.
En þetta eru ekki litlar köngulær því þetta eru gasrásir sem eru allt frá 45 metra breiðar upp í 1.000 metra breiðar.
Þær myndast þegar það fer að hlýna á suðurhveli Mars á vorin. Þá bráðnar koltvísýringsís og rásirnar myndast.
Þegar gasið þenst út og stígur upp á við, springur það út yfir ísilagt yfirborðið og ber með sér dökkt ryk að sögn Live Science.