fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars

Pressan
Sunnudaginn 5. maí 2024 15:30

Hér sjást "köngulærnar á Mars. Mynd::ESA/TGO/CaSSIS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á nýjum myndum frá Evrópsku geimferðastofnuninni ESA má sjá mörg hundruð svartar köngulær á Mars. Þær koma upp á yfirborðið í dularfullri Inka borg.

Raunar þurfa köngulóarhræddir ekki að hafa miklar áhyggjur því þetta eru auðvitað ekki lifandi köngulær eins og við búum saman með hér á jörðinni. Þessar myndast þegar koltvísýringsís spýr rykugu gasi upp, svona álíka og þegar hverir spúa vatni upp hér á landi.

Köngulærnar sáust á svæði sem er þekkt sem Inka borgin á suðurpól Mars. Það voru ESA Mars Express orbiter og ExoMars Trace Gas Orbiter sem tóku myndirnar. Á þeim sjást mörg hundruð dökkir hlutir sem virðast vera með litla fætur.

En þetta eru ekki litlar köngulær því þetta eru gasrásir sem eru allt frá 45 metra breiðar upp í 1.000 metra breiðar.

Þær myndast þegar það fer að hlýna á suðurhveli Mars á vorin. Þá bráðnar koltvísýringsís og rásirnar myndast.

Þegar gasið þenst út og stígur upp á við, springur það út yfir ísilagt yfirborðið og ber með sér dökkt ryk að sögn Live Science.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær