fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Pressan

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars

Pressan
Sunnudaginn 5. maí 2024 15:30

Hér sjást "köngulærnar á Mars. Mynd::ESA/TGO/CaSSIS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á nýjum myndum frá Evrópsku geimferðastofnuninni ESA má sjá mörg hundruð svartar köngulær á Mars. Þær koma upp á yfirborðið í dularfullri Inka borg.

Raunar þurfa köngulóarhræddir ekki að hafa miklar áhyggjur því þetta eru auðvitað ekki lifandi köngulær eins og við búum saman með hér á jörðinni. Þessar myndast þegar koltvísýringsís spýr rykugu gasi upp, svona álíka og þegar hverir spúa vatni upp hér á landi.

Köngulærnar sáust á svæði sem er þekkt sem Inka borgin á suðurpól Mars. Það voru ESA Mars Express orbiter og ExoMars Trace Gas Orbiter sem tóku myndirnar. Á þeim sjást mörg hundruð dökkir hlutir sem virðast vera með litla fætur.

En þetta eru ekki litlar köngulær því þetta eru gasrásir sem eru allt frá 45 metra breiðar upp í 1.000 metra breiðar.

Þær myndast þegar það fer að hlýna á suðurhveli Mars á vorin. Þá bráðnar koltvísýringsís og rásirnar myndast.

Þegar gasið þenst út og stígur upp á við, springur það út yfir ísilagt yfirborðið og ber með sér dökkt ryk að sögn Live Science.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm