fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Pressan

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð

Pressan
Sunnudaginn 5. maí 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunnskólakennari í Wisconson hefur verið handtekinn vegna gruns um barnaníð.

Madison Bergmann er 24 ára og starfaði sem grunnskólakennari. Hún átti unnusta og ætluðu þau að gifta sig eftir þrjá mánuði. Þau áform fóru þó út um þúfur þegar Madison var sökuð um að hafa brotið gegn 11 ára nemanda sínum.

Grunur vaknaði um að Madison ætti í óeðlilegu sambandi við drenginn eftir að móðir drengsins hleraði símtal þeirra á milli. Það sem móðirin heyrði benti til þess að ekki væri allt með felldu enda samskiptin ekki í anda samtals milli nemanda og kennara. Foreldrar drengsins fóru þá að grafast fyrir og fundu þá skilaboð sem höfðu gengið á milli drengsins og kennarans. Faðir drengsins varð æfur. Hann prentaði samskiptin út og rauk svo rakleiðis upp í skóla.

Af samskiptunum. mátti ráða að kennarinn og drengurinn hefðu mælt sér ítrekað mót í kennslustofunni utan hefðbundins skólatíma. Þar hafði kennarinn sagt drengnum hvað henni þætti gott þegar hann snerti hana og þegar þau væru að „kela“.

Þegar lögregla handtók Madison fundust í tösku hennar handskrifaðir miðar með nafni drengsins og lýsingar kennarans á því hvað henni þætti magnað að kyssa barnið. Í einu bréfinu skrifaði kennarinn:

„Ein frænka mín er líka í 5 bekk og ég get ekki ímyndað mér að karlmaður myndi tala við hana eins og við tölum. Ég veit að samband okkar er sérstakt og ég elska þig meira en allt í heiminum en ég verð að vera fullorðna manneskjan og slíta þessu.“

Ekki er ljóst hversu lengi brotin höfðu staðið yfir. Madison sagði lögreglu að hún hafi fengið símanúmer drengsins frá móður hans í desember þegar fjölskylda drengsins buðu henni, því þau töldu hana vera uppáhalds kennara drengsins, með þeim á skíði í vetrarleyfinu. Þann sama mánuð trúlofaðist Madison unnusta sínum.

Unnusti Madison, Sam Hickman, segist miður sín út af málinu en hefur komið því skýrt á framfæri við fjölmiðla að hann hafi aflýst brúðkaupinu um leið og ásakanirnar komu fram.

„Því hefur verið frestað ótímabundið,“ sagði vinur Hickman við New York Post. „Það mun líklega aldrei verða neitt brúðkaup. Sam er miður sín og hryggbrotinn. Hann er niðurlægður og reiður. Hann átti þetta ekki skilið. Það eru allir reiðir.“

Það mun þó hafa verið sameiginleg ákvörðun Sam og Madison að slaufa fyrirhuguðum hjúskaparheitum.

„Hann segir að það sé sjúkt að hún hafi haldið framhjá honum með litlu barni. Hann er virkilega virkilega sár. Hann talar ekki mikið um þetta nema bara til að segja að þetta sé of sjúkt til að koma í orð. Hann er bara enn í áfalli. Hún hélt ekki bara framhjá honum heldur gerði það með litlum krakka.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm