fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Pressan

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Pressan
Sunnudaginn 5. maí 2024 18:30

Bráðum verður komin sviflest á tunglið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftsteinn, sem snýst mjög hratt, er á braut um jörðina eins og nokkurs konar „smátungl“. Nú telja vísindamenn sig vita hvaðan þetta „smátungl“ kom.

Í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature Astronomy, kemur fram að loftsteinninn, sem heitir Kamo‘oalewa, gæti hafa komið úr Giordano Bruno gígnum á bakhlið tunglsins. Hann gæti hafa skotist út í geim þegar 1 kílómetra breiður loftsteinn skall á tunglinu og myndaði Girodano Bruno gíginn.

Stærð loftsteinsins, aldur og það hvernig hann snýst, auk þess hvernig hann endurvarpar birtu, passar við gíginn sem er 22 kílómetra breiður.

Kínverjar hyggjast senda geimfar til loftsteinsins á næsta ári og á það að taka sýni úr honum og flytja til jarðarinnar að sögn Space.com.

Kamo‘oalewa fannst 2016 af vísindamönnum við Haleakala stjörnuskoðunarstöðina á Havaí. Hann eru um 30 til 60 metrar í þvermál og snýst einn hring um sjálfan sig á 28 mínútum. Hann er á svipaðri braut og jörðin um sólina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm