fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Pressan
Laugardaginn 4. maí 2024 17:00

Eyðir þú miklum tíma á samfélagsmiðlum?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa áhyggjur af eigin notkun, og notkun annarra, á samfélagsmiðlum og þeim mikla tíma sem er varið fyrir framan skjáinn. Margir foreldrar hafa áhyggjur af skjánotkun barna sinna og sumum fullorðnum finnst þeir sjálfir eyða of miklum tíma við skjáinn. En við erum með góðar fréttir þessu tengdar.

Vísindamenn við NTNU í Þrándheimi í Noregi hafa birt rannsókn sína á áhrifum notkunar samfélagsmiðla barna og ungmenna á frítíma þeirra.

Niðurstaðan er í stuttu máli að þeir sem nota samfélagsmiðla í langan tíman eru MEIRA með vinum sínum. Þetta sagði Silje Steinsbekk, prófessor við sálfræðideild NTNU, í samtali við Norska ríkisútvarpið.

Vísindamennirnir öfluðu gagna frá börnum, foreldrum og kennurum árum saman. Hófst gagnasöfnunin þegar börnin voru fjögurra ára og frá því að börnin voru 10 til 18 ára ræddu vísindamennirnir við þau á tveggja ára fresti. Öll börnin búa í Þrándheimi.

Meðal þess sem vísindamennirnir leituðu svara við var hvort það geri félagsfærni barna verri eða betri ef þau nota samfélagsmiðla um langa hríð og hvort samfélagsmiðlanotkunin hafi í för með sér að þau eyði minni eða meiri tíma með vinum sínum í frítíma sínum.

Steinsbekk sagði að samfélagsmiðlar séu hið nýja svið félagslegrar samveru og að því hafi verið haldið fram að notkun þeirra dragi úr félagslegri færni. Aðrir hafi á móti haldið því fram að notkun þeirra geti bætt félagsfærni.

Vísindamennirnir fundu ekkert sem studdi þessar fullyrðingar.

En þeir komust hins vegar að því að þau börn sem nota samfélagsmiðla um langa hríð segjast vera með vinum sínum fleiri kvöld í viku en þau börn sem ekki nota samfélagsmiðla eins mikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um