fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Pressan

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Pressan
Laugardaginn 4. maí 2024 16:30

Það skiptir máli hvers kyns læknirinn er.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú ert svo óheppin(n) að þurfa að leggjast inn á sjúkrahúsi, hvort telur þú þig öruggari í höndum karlkyns eða kvenkyns læknis? Það er auðvitað freistandi að telja að það skipti ekki neinu máli hvert kyn læknisins er en niðurstöður nýrrar bandarískrar rannsóknar benda til að þetta skipti máli.

Rannsóknin náði til 800.000 sjúklinga á sjúkrahúsum og leiddi hún í ljós að dánartíðni sjúklinganna, sérstaklega kvenna, er hærri þegar karlkyns læknar meðhöndla þá.

Rannsóknin var gerð af vísindamönnum við University of California og náði til áranna 2016 til 2019. Hún leiddi í ljós að lítill en „marktækur“ munur var á dánartíðninni eftir því hvort læknar sjúklinganna voru karlkyns eða kvenkyns.

Jótlandspósturinn hefur eftir Anette Lykke Hindhede, vísindamanni hjá Center for Sundhedsfaglig Forskning, að niðurstaða rannsóknarinnar passi inn í stærri mynd: „Það eru mjög margar rannsóknir, einnig danskar, sem sýna að óbein hlutdrægni hefur áhrif á heilsufarið. Þetta þýðir að heilbrigðisstarfsfólk verður fyrir áhrifum af fyrir fram ákveðnum steríótýpum og það hefur afleiðingar fyrir heilbrigði sjúklingsins. Bandaríska rannsóknin er dæmi um þetta.“

Rannsóknin sýndi að mesti munurinn á dánartíðni var hjá kvenkyns sjúklingum. Ef kona var læknir þeirra þá var dánartíðnin 8,15% en ef karl var læknir þeirra var dánartíðnin 8,38%.

Hjá körlunum var dánartíðnin almennt hærri. Ef karlkyns læknir útskrifaði þá, var dánartíðnin á næstu 30 dögum 10,15% en ef kvenkyns læknir útskrifaði þá var dánartíðnin 10,23%.

„Niðurstaða okkar bendir til að karlkyns og kvenkyns læknar beiti mismunandi aðferðum við vinnu sína og að þessi munur hafi áhrif á heilbrigði sjúklingsins,“ sagði Yusuke Tsugawa, aðalhöfundur rannsóknarinnar, í samtali við The Times.

Vísindamennirnir benda sérstaklega á einn þátt sem þeir telja að hafi áhrif á munurinn á dánartíðninni er meiri hjá konum en körlum. Þeir telja að karlkyns læknar hafi tilhneigingu til að vanmeta alvarleika sjúkdómseinkenna kvenna í meiri mæli en karla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm