Þetta getur bresk kona borið vitni um en hún lamaðist þegar hún hoppaði út í sundlaug í kynlífsklúbbi í Blackpool. Hún var drukkin þegar þetta gerðist.
Mirror segir að konan hafi nú höfðað mál á hendur breska heilbrigðiskerfinu og krefjist milljóna punda í bætur vegna þess að hún hafi ekki hlotið rétta meðhöndlun í kjölfar slyssins.
Slysið átti sér stað 2021 þegar konan stakk sér ofan í innanhússlaug í kynlífsklúbbnum. Höfuð hennar lenti í botninum og hálsbrotnaði hún og hlaut varanlegan skaða á hryggjarsúlunni.
Konan segir að aðgerðir viðbragðsaðila á vettvangi hafi aðeins orðið til þess að gera ástand hennar verra.
Hún lá á sjúkrahúsi í sex mánuði. Meiðsli hennar eru svo alvarlega að hún hefur verið úrskurðuð óvinnufær það sem hún á eftir ólifað.
Hún krefst 10 milljóna punda, það svarar til um 1,7 milljarða íslenskra króna, í bætur frá breska heilbrigðiskerfinu NHS. Hún heldur því fram að vegna rangrar meðferðar á slysstað hafi meiðsli hennar orðið mun alvarlegri en ella og valdi því að hún geti aldrei aftur gengið.