Bild skýrir frá þessu og segir að McDonald‘s í Japan hafi birt mynd af þessu nýja og óvenjulega ilmvatni á samfélagsmiðlinum X í síðustu viku.
Fyrirtækið lýsir ilmvatninu á einfaldan hátt: „Við höfum búið til ilmvatn sem angar af frönskum kartöflum.“
Þetta hefur vakið mikla athygli en enn hefur ekki komið fram hvenær ilmvatnið kemur á japanska markaðinn né hvað það mun kosta.
Spurningin er bara hvort það komi fleiri ilmtegundir frá McDonald‘s á markað? Hvað með BigMac ilmvatn?