fbpx
Sunnudagur 23.júní 2024
Fréttir

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. maí 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og þingmaður Miðflokksins, segir að verið sé að fremja pólitískt skemmdarverk á íslenskri tungu.

Sigmundur skrifar langa grein um þetta í Morgunblaðið í dag og segist hann hafa hafist handa við að skrifa greinina fyrir tveimur árum en ákveðið að láta hana bíða og safna dæmum. „Síðan þá hef­ur ástandið versnað að því marki að það kall­ar á viðbrögð og svar við spurn­ing­unni: Vilj­um við vernda ís­lensk­una eða ekki?“

Sigmundur bendir á að tungumálið sé það sem sameinar þjóðina umfram annað – menningararfur og sameiningarafl.

„Það er einnig verk­færi sem ger­ir okk­ur ekki aðeins kleift að tjá okk­ur og skilja aðra, við þurf­um það til að geta hugsað. Það er því ekki að ástæðulausu að þeir sem leit­ast við að ná stjórn á tján­ingu og hugs­un fólks reyna jafn­an að hafa stjórn á tungu­mál­inu og jafn­vel breyta því.“

Þungunarrof og leghafi

Sigmundur nefnir dæmi um þetta og segir að borið hafi á því að orðum sé skipt út í þeim tilgangi að fela innihaldið. Fóstureyðingar segir hann vera eitt dæmi en því var skipt út fyrir orðið „þungunarrof“.

„Ekki leið á löngu þar til orðið kona var farið að þvæl­ast fyr­ir yf­ir­völd­um. Nú skal talað um ein­stak­linga með leg eða „leghafa“ frem­ur en kon­ur. Ef les­end­ur telja að ég sé að skálda þessa vit­leysu get ég bent þeim á að rík­is­stjórn­in hef­ur þegar leitt orðið í lög og notað það í umræðu um kon­ur.“

Þá segir hann að farið sé að tala um „fæðingaraðila“ eða fæðingarforeldri“ í stað þess að nota orðið móðir. Nefnir hann einnig að nú sé talað um lögleiðingu fíkniefna sem „afglæpavæðingu“.

Hann nefnir fleiri dæmi:

„Eft­ir að mál­efni hæl­is­leit­enda fóru al­gjör­lega úr bönd­un­um á Íslandi var okk­ur sagt að tala um „um­sækj­end­ur um alþjóðlega vernd“. Af­skap­lega vill­andi orðalag um þá sem vilja fá hæli á Íslandi (frem­ur en ann­ars staðar) en einnig svo óþjált og kerfislegt að það minn­ir gagn­rýn­end­ur á að tala ekki um það sem þeim kem­ur ekki við.“

„Eitt fyr­ir öll og öll fyr­ir eitt“

Sigmundur tekur svo sérstaka umfjöllun um málfræðina og segir að á Íslandi nægi stóra bróður ekki að innleiða nýlensku með nýjum orðum. „Hér skal mál­fræðinni breytt, eða rétt­ara sagt, hún eyðilögð. Hvers vegna leit­ast sum­ir nú við að tala hið sér­kenni­lega nýja „kynja­mál“,“ spyr hann og bætir við að breytingarnar séu ekki til þess fallnar að gera tungumálið skiljanlegra, einfaldara eða fallegra.

„Hvernig hljóm­ar ann­ars þessi ný­lenska?: „Það vita öll að ekk­ert trú­ir þessu. Íslend­ing­ar standa sam­an öll sem eitt. Eitt fyr­ir öll og öll fyr­ir eitt.“ Ég vona að skemmtikraft­ar fari ekki að hrópa yfir sal­inn: „Eru ekki öll í stuði?!“

Sigmundur tekur RÚV til bæna í grein sinni og bendir á að eitt mikilvægasta hlutverk stofnunarinnar sé að vernda íslenskuna.

„Hvers vegna fer það fremst í flokki þeirra sem vilja brengla tungu­málið í póli­tísk­um til­gangi og ýta und­ir rugl­ing og skaut­un? Hvers vegna leggja menn sig fram um að tala rangt mál að því marki að þeir lenda í vand­ræðum með sam­hengi og skilj­an­leika?“

Hann nefnir svo nokkur dæmi, flest frá Ríkisútvarpinu.

„Flest ættu að vera kom­in með heitt vatn í kvöld.“ Er verið að vísa til hús­anna eða íbú­anna? Það hafði reynd­ar komið fram í út­varps­frétt­um skömmu áður þar sem sagði á réttu máli: „Flest­ir íbú­ar ættu að vera komn­ir með heitt vatn í kvöld.“ Á þeim 45 mín­út­um sem liðu fram að sjón­varps­frétt­um var þessu breytt.

„Eru mörg far­in úr bæn­um vegna ástands­ins?“ Mörg hvað, dýr? Í frétt um skoðana­könn­un: „Jafn mörg nefndu [X].“ Jafn mörg hvað, voru bara börn spurð? Eða eru bara börn í fram­boði?: „77% vilja ekki þau sem hafa lýst yfir for­setafram­boði.“

Í lok greinar sinnar segir Sigmundur að ef þeir sem segjast vilja vernda íslenskuna gera það ekki núna, þegar sótt er að tungumálinu á annarlegan hátt, þá sé ekkert að marka þá.

„Þá eru þeir bara að tala nýlensku og geta sagt eins og í bók Orwells: „Stríð er friður, frelsi er þræl­dóm­ur, fá­vísi er styrk­ur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tók magnað drónamyndband við gosstöðvarnar í nótt

Tók magnað drónamyndband við gosstöðvarnar í nótt
Fréttir
Í gær

Sigrún Ýr er með ólæknandi krabbamein og á ekki rétt á bótum – Safnað fyrir meðferð – „Hún er algjör gullmoli“

Sigrún Ýr er með ólæknandi krabbamein og á ekki rétt á bótum – Safnað fyrir meðferð – „Hún er algjör gullmoli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hilda Jana gáttuð á framgöngu meirihlutans á Akureyri – Láta aldraða bíða, neita að borga reikningana og neita að gera grein fyrir máli sínu

Hilda Jana gáttuð á framgöngu meirihlutans á Akureyri – Láta aldraða bíða, neita að borga reikningana og neita að gera grein fyrir máli sínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur Þór dæmdur í tveggja ára fangelsi – Beitti hnúajárni gegn starfsmanni í Nettó

Dagur Þór dæmdur í tveggja ára fangelsi – Beitti hnúajárni gegn starfsmanni í Nettó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ástin dó í Bandaríkjunum – Fyrrverandi eiginkona Gísla Hjálmtýssonar krefur hann um hundruð milljóna

Ástin dó í Bandaríkjunum – Fyrrverandi eiginkona Gísla Hjálmtýssonar krefur hann um hundruð milljóna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg hundruð milljóna Ferrari stórskemmdur eftir að hafa keyrt á austfirska rollu

Mörg hundruð milljóna Ferrari stórskemmdur eftir að hafa keyrt á austfirska rollu