Arsenal ætlar að reyna að fá Benjamin Sesko frá RB Leipzig í sumar og telur sig eiga góðan möguleika á því. Telegraph segir frá.
Framherjinn hefur heillað undanfarin tímabil en hann er með 13 mörk í þýsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.
Sesko hefur einnig verið orðaður við félög á borð við AC Milan, Chelsea og Manchester United en Skytturnar telja sig geta sigrað kapphlaupið um hann.
Arsenal æltar sér að fá níu í glugganum í sumar og gæti Sesko þar reynst góður kostur.
Það er talið að Sesko kosti rúmar 60 milljónir punda.