fbpx
Föstudagur 01.nóvember 2024
Fréttir

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. maí 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ímyndaðu þér að vera með banvænan sjúkdóm. Þú leitar þér hjálpar en kemst svo að því að það eru hundruð manns á undan þér í biðröð og þú færð ekki hjálp.“

Svona hefst grein sem Tómas A. Tómasson, þingmann Flokks fólksins, sem birtist á Vísi í morgun. Tómas, einnig þekktur sem Tommi á Búllunni, segir að þetta sé raunveruleikinn fyrir yfir 700 manns sem bíða eftir að komast inn á Vog og fyrir aðra 100 sem bíða eftir að komast í meðferð á Krýsuvík.

„Á sama tíma að við sjáum lífshættulega langa biðlista, neyðist SÁÁ til að tilkynna að eftirmeðferðarstöðinni Vík verði lokað í sumar, sem hefði auðveldlega verið hægt að komast hjá ef fjárframlög stjórnvalda væru fullnægjandi til að tryggja samfellu í rekstrinum,“ segir Tómas.

Hann vísar í nýleg ummæli heilbrigðisráðherra þess efnis að hann væri tilbúinn í samtalið og ekki þyrfti mikið til að halda Vík opinni yfir sumartímann.

„Raunveruleikinn er sá að þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um aukið fjármagn til að bregðast við vaxandi vanda, hafa ríkisstjórnarflokkarnir sagt nei, nei og aftur nei. Jafnvel þegar Flokkur fólksins lagði til 520 milljóna króna aukaframlag til SÁÁ um síðustu áramót til að bregðast við grafalvarlegum og vaxandi vanda, greiddu allir þingmenn Framsóknar, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna atkvæði gegn fjárveitingunni,“ segir Tómas sem birtir mynd af umræddum þingmönnum með grein sinni.

Hann segir að með því að hunsa fíkniefnavandann ár eftir ár sé ríkisstjórnin að setja líf fólks í hættu.

„Fíknivandinn er banvænn sjúkdómur og fólk á ekki að þurfa að bíða eftir meðferð, frekar en þeir sem glíma við hjartasjúkdóma eða krabbamein. Ef ekkert er að gert munu hundruðir einstaklinga dvelja áfram fastir í vítahring fíknisjúkdómsins, með engan aðgang að lífsnauðsynlegri meðferð.“

Tómas segir að Flokkur fólksins hafi lagt fram raunhæfar lausnir til að takast á við þennan vanda.

„Með því að auka varanlega fjárframlög til SÁÁ um 520 milljónir á ársgrundvelli má bæta upp þann halla sem hefur myndast í rekstri samtakanna vegna þess að samningar við Sjúkratryggingar eru löngu orðnir úreltir. Þannig getum við tryggt að fleiri einstaklingar fái tímanlega og viðeigandi meðferð. Þetta fjármagn myndi gera SÁÁ kleift að auka afkastagetu sína, stytta biðlista og veita eftirfylgni til að koma í veg fyrir bakslag,“ segir hann og bætir við að með þessum fjármunum gætu hundruð einstaklinga fengið tækifæri til að sigrast á fíkn sinni og byggja upp betra líf.

„Þeir gætu snúið aftur til fjölskyldna sinna og orðið virkir þátttakendur í samfélaginu á ný.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hjúkrunarfræðingar kæra launamun: „Það er 2024 og við erum stödd þarna“

Hjúkrunarfræðingar kæra launamun: „Það er 2024 og við erum stödd þarna“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sigmar furðar sig á viðbrögðunum: „Elín Margrét lét þá ekki slá sig út af laginu“

Sigmar furðar sig á viðbrögðunum: „Elín Margrét lét þá ekki slá sig út af laginu“
Fréttir
Í gær

Íslendingur á Costa Blanca: „Þetta er svakalegt og virkilega sorglegt að sjá“

Íslendingur á Costa Blanca: „Þetta er svakalegt og virkilega sorglegt að sjá“
Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi sjón mætti Birni á leið í vinnuna: „Óþægileg áminning um að samfélagið okkar er að breytast á ógnvekjandi hátt“

Ógnvekjandi sjón mætti Birni á leið í vinnuna: „Óþægileg áminning um að samfélagið okkar er að breytast á ógnvekjandi hátt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem stakk kærasta sinn bar við neyðarvörn en var sakfelld – Hlaut áverka víða um líkamann eftir manninn

Kona sem stakk kærasta sinn bar við neyðarvörn en var sakfelld – Hlaut áverka víða um líkamann eftir manninn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafdís varð fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði – „Þetta er maður sem á að vera í fangelsi, hann á ekki að ganga laus“

Hafdís varð fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði – „Þetta er maður sem á að vera í fangelsi, hann á ekki að ganga laus“