fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Pressan

Morðin á vinunum fjórum skóku þjóðina – „Hún var föst“

Pressan
Þriðjudaginn 26. september 2023 04:03

Madison Mogen, Kaylee Goncalves, Ethan Chapin og Xana Kernodle voru myrt aðfaranótt 13. nóvember.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Versta martröð allra foreldra skall af fullum þunga á Steve og Kristi Gonzalves í nóvember á síðasta ári. Þá komu lögreglumenn frá Idaho heim til þeirra til að segja þeim að dóttir þeirra hefði verið myrt í háskólabænum Moscow. Þar braust maður inn á heimili hennar og fimm samleigjenda hennar og myrti fjögur þeirra. Af ókunnugum ástæðum lét hann tvær konur, sem bjuggu í húsinu, eiga sig.

Dóttir þeirra hét Kaylee Goncalves. Hún svaf við hlið æskuvinkonu sinnar, Maddie Mogan, í herbergi á þriðju hæð hússins þegar morðinginn braust inn. Hann stakk þær til bana sem og vinkonu þeirra og unnusta hennar. Þetta gerðist að næturlagi eftir að fórnarlömbin komu heim eftir næturskemmtun í Moscow.

Hálfur annar mánuður leið þar til lögreglan handtók meintan morðingja fjórmenninganna.

Steve og Kristi Gonzalvec ræddu nýlega við CBS-sjónvarpsstöðina og skýrðu frá nokkrum atriðum úr lögreglurannsókninni sem ekki hafði verið skýrt frá opinberlega áður. Meðal annars að dóttir þeirra barðist fyrir lífi sínu.

Eins og fyrr sagði þá sváfu Kaylee og Maddie hlið við hlið í herbergi á þriðju hæð hússins. Þegar morðinginn kom þangað inn byrjaði hann á að stinga Maddie til bana. Kaylee vaknaði og áttaði sig á hvað var að gerast og reyndi þá að flýja að sögn föður hennar. Hún komst út úr rúminu og í átt að dyrunum en þá náði morðinginn henni. „Það eru sannanir fyrir að hún hafi vaknað og reynt að komast á brott en hafi verið yfirbuguð og stungin,“ sagði Steve.

Kristi sagði að það hafi verið nánast útilokað fyrir Kaylee að sleppa frá morðingjanum. Rúmið, sem vinkonurnar sváfu í, var uppi við vegginn og telja foreldrar Kaylee að hún hafi sofið fyrir innan, upp við vegginn. „Það hvernig rúmið var staðsett, gerði að verkum að hún var föst,“ sagði Kristi í viðtalinu.

Lögreglan hefur ekki staðfest þetta.

Æskuvinkonurnar höfðu verið úti að skemmta sér um kvöldið. Á leiðinni heim stoppuðu þær við matsöluvagn og fengu sér að borða. Á upptöku eftirlitsmyndavélar sjást þær standa þar og borða, hlæja og tala við vegfarendur. Því næst settust þær upp í bíl og óku heim.

Um þremur korterum eftir að þær komu heim hringdu þær tíu sinnum í fyrrum unnusta Kaylee. Það ýtti undir grunsemdir um að hann hefði myrt fjórmenningana en þeim sögum vísaði lögreglan á bug sem og ættingjar fórnarlambanna.

Auk Kaylee og Maddie voru Xana Kernodle og Ethan Chapin myrt þessa nótt. Þau höfðu verið kærustupar í eitt ár. Xana vann með Madison á grískum veitingastað.

Xana og Ethan höfðu verið í samkvæmi um nóttina en komu heim um klukkan tvö, á svipuðum tíma og Kaylee og Maddie.

Lögreglan telur að morðin hafi verið framin um klukkan 4.

Fórnarlömbin sváfu á annarri og þriðju hæð hússins en á fyrstu hæðinni sváfu tvær konur. Það var önnur þeirra sem gerði lögreglunni viðvart um morðin undir hádegi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

14 ára stúlka hvarf sporlaust um miðja nótt – 9 mánuðum síðar kom símtalið sem breytti öllu

14 ára stúlka hvarf sporlaust um miðja nótt – 9 mánuðum síðar kom símtalið sem breytti öllu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færð þú höfuðverk af einu rauðvínsglasi? – Nú er skýringin hugsanlega fundin

Færð þú höfuðverk af einu rauðvínsglasi? – Nú er skýringin hugsanlega fundin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrottaleg refsing yfir tveimur meðlimum glæpagengis

Hrottaleg refsing yfir tveimur meðlimum glæpagengis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm