Bandarísk kona missti alla fjóra útlimi sína í kjölfar þess að hún át fisk, svokallaðan hekluborra (e. tilapia), sem reyndist sýktur af stórhættulegri bakteríu.
Hin fertuga Laura Barjas, sem búsett er í San Jose í Kaliforníu-ríki, keypti sér fiskinn í nærliggjandi stórmarkaði og eldaði hann heima hjá sér. Eftir að hafa gætt sér á matnum veiktist hún fljótlega og það afar alvarlega. Lá hún í öndunarvél og í lyfjamóki á spítala í viku, fingur hennar og fætur urðu svartir sem og neðri vör hennar.
Nýru hennar voru að gefa sig og segja má að það hafi verið kraftaverk að Barjas lifði veikindin af. Að endingu áttu þó læknarnir ekki annarra kosta völ að fjarlægja hendur og fætur sjúklingsins.
Barjas sýktist af völdum bakteríunnar vibrio vulnificus sem olli vefjadrepi í líkama hennar. Árlega veikjast 150-200 manns af völdum bakteríunnar og 20% þeirra lætur lífið.