fbpx
Miðvikudagur 04.október 2023
Pressan

Sló met heimsmetabókar Guinness um áhorf kvikmynda í bíó

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 15. september 2023 20:00

Zach Swope

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zach Swope sem búsettur er í Pennsylvaniu í Bandaríkjunum er mikill áhugamaður um kvikmyndir, svo mikill að hann sló nýtt met í Heimsmetabók Guinness. 

Swope sem er 32 ára, gekkst undir áskorunina í því skyni að vekja athygli á einhverfu og sjálfsvígsforvörnum. „Ég reyndi að taka mitt eigið líf og hef misst ástvini sem féllu fyrir eigin hendi.“

Hann ákvað að halda sig við styttri kvikmyndir í þeim tilgangi að komast yfir sem flestar. Áhorfið hófst 5. júlí 2022 með sýningu á Minions: The Rise of Gru.

„Þetta var ótrúlegt ferðalag sem ég tileinkaði ár af lífi mínu og var allt í þágu góðs málefnis.“

Swope horfði á allt að þrjár kvikmyndir á dag virka daga, en vinnudaginn byrjar hann snemma og er í fullri vinnu. Helgarnar nýtti hann síðan vel í bíómaraþon. Áhorfinu lauk hann í júlí 2023 með Indiana Jones og Dial of Destiny.

En hversu margar kvikmyndir þurfti hann að horfa á til að ná heimsmetinu? Hann hefði getað látið 716 duga, því fyrra metið var 715 kvikmyndir, sett af Vincent Krohn árið 2018. En Swope horfði á samtals 777 kvikmyndir, vel gert! 

Setti sér reglur við áhorfið

Hann setti sér líka strangar reglur sem hann varð að fara eftir: Hann þurfti að horfa á hverja mynd í heild sinni og þurfti að horfa á hverja mynd án þess að gera annað um leið, eins og til dæmis að skrolla í símanum sínum. Hann mátti ekki heldur borða né drekka yfir myndunum og fékk starfsmenn kvikmyndahúsa til að ganga úr skugga um að hann fylgdi alltaf reglunum.

Reglurnar kváðu þó ekki á um að það þyrfti að vera önnur mynd í hvert einasta skipti. Svo lengi sem Swope var að horfa á myndina í fullri lengd mátti hann horfa á mynd aftur og aftur og hvert áhorf taldi. Þannig var ein mynd sem var í uppáhaldi á árinu sem hann horfði á alls 47 sinnum: Puss in Boots, the Last Wish.

Swope er alls ekki búinn að fá nóg af kvikmyndum og grínaðist með að hann myndi jafnvel reyna aftur.  „Hver ​​veit, kannski fer ég aftur og reyni að slá mitt eigið met?

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Veggjalýs gera Frökkum lífið leitt – „Enginn er öruggur“

Veggjalýs gera Frökkum lífið leitt – „Enginn er öruggur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vildi bara taka einn hring í viðbót en hvarf sporlaust – Telja að henni hafi verið rænt

Vildi bara taka einn hring í viðbót en hvarf sporlaust – Telja að henni hafi verið rænt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera út af við mýtuna – Þetta gerist ekki þegar þú ert undir áhrifum áfengis

Gera út af við mýtuna – Þetta gerist ekki þegar þú ert undir áhrifum áfengis
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Brú lífsins“ hafði þveröfug áhrif

„Brú lífsins“ hafði þveröfug áhrif