fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Priscilla var 14 ára þegar hún varð unnusta Elvis Presley – „Fólk heldur að þetta hafi snúist um kynlíf“

Pressan
Föstudaginn 15. september 2023 04:07

Priscilla Presley Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fólk heldur  að þetta hafi snúist um kynlíf. En ég stundaði aldrei kynlíf með honum á þessum tíma.“ Þetta segir Priscilla Presley, sem síðar giftist Elvis, í kvikmyndinni „Priscilla“ en hún fjallar um líf hennar.

Myndin var frumsýnd fyrir nokkrum dögum á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og þar mætti fortíðin augum nútímans því fólk vildi vita hvort þau hefðu stundað kynlíf þegar Priscilla var aðeins 14 ára.

„Hann var vingjarnlegur, mjög blíður, mjög ástríkur. En hann virti einnig þá staðreynd að ég var bara 14 ára,“ sagði Priscilla, sem var mjög snortin, á fréttamannafundi að sögn people.com. Er hún sögð hafa verið við það að byrja að gráta á fréttamannafundinum.

Hún er orðin 78 ára en minningin um hina stóru ást í lífi hennar lifir í huga hennar.

Myndin er byggð á ævisögu Priscilla „Elvis and Me“ sem kom út 1985. Sagan er sögð út frá sjónarhóli Priscilla og að sögn gagnrýnenda er ekki reynt að leyna hinum mikla aldursmun á Elvis og Priscilla, heldur ekki kynferðislegri ágengni hans gagnvart henni, skapi hans né hversu stjórnsamur hann var.

Elvis með Priscillu. Þau giftust árið 1967.

Elvis var á hátindi ferilsins þegar hann var sendur til Þýskalands 1958 til að gegna herskyldu. Þar hitti hann Priscilla í herstöðinni í Wiesbaden en stjúpfaðir hennar var staðsettur þar. Hann var allt annað en sáttur þegar hún kom mjög seint heim kvöld eitt eftir að hafa verið í partýi hjá Elvis. „Þú mátt aldrei aftur hitta hann,“ sagði stjúpfaðirinn. En eins og kunnugt er þá fór það nú ekki svo.

„Það var erfitt fyrir foreldra mína að skilja að Elvis hefði áhuga á mér og af hverju. Ég held að það hafi verið af því að ég var góð í að hlusta. Elvis létti á hjarta sínu við mig. Hann talaði um allt: það sem hann óttaðist, drauma sína, móðurmissinn sem hann jafnaði sig aldrei á,“ sagði Priscilla á fréttamannafundinum í Feneyjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu