fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Pressan

Ný kenning um kórónuveirufaraldurinn – „Ekki hægt að útiloka það“

Pressan
Miðvikudaginn 31. maí 2023 04:14

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki hægt að útiloka að kórónuveiran, sem veldur COVID-19, hafi sloppið út frá rannsóknarstofu í milljónaborginni Wuhan í Kína.

Þetta sagði George Gao, fyrrum yfirmaður kínversku smitsjúkdómastofnunarinnar, í viðtali við BBC.

Kínversk stjórnvöld hafa fram að þessu vísað öllum kenningum, um að veiran gæti hafa sloppið út frá rannsóknarstofunni, á bug. En Gao, sem gegndi lykilhlutverki í viðbrögðum Kínverja við veirunni, er ekki alveg jafn sannfærður að sögn BBC.

„Mann getur alltaf grunað eitthvað. Þannig eru vísindin. Og það er ekki hægt að útiloka neitt,“ sagði hann í samtali við BBC Radio 4.

Hann sagði einnig að kínversk yfirvöld hafi hugsanlega tekið kenninguna alvarlegar en þau hafa viðurkennt opinberlega. Hann sagði að ýmsar formlegar rannsóknir hafi verið gerðar á málefnum umræddrar rannsóknarstofu en hún hefur árum saman verið notuð við rannsóknir á kórónuveirum.

BBC segir að þetta sé í fyrsta sinn sem það komi fram að rannsókn hafi verið gerð á málefnum rannsóknarstofunnar. Gao sagði einnig að hann hafi „heyrt“ að ekkert grunsamlegt hafi fundist. „Ég held að niðurstaða þeirra hafi verið að þeir fari eftir öllum starfsreglum. Þeir fundu engin mistök,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stórbruni í brúðkaupsveislu varð yfir 100 manns að bana

Stórbruni í brúðkaupsveislu varð yfir 100 manns að bana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lítið barn og tveir fullorðnir skotnir til bana vegna deilna um hundakaup

Lítið barn og tveir fullorðnir skotnir til bana vegna deilna um hundakaup
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún sýnir sig sjaldan opinberlega – „Hún er hættulegasta kona heims“

Hún sýnir sig sjaldan opinberlega – „Hún er hættulegasta kona heims“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Drápu risastóran krókódíl eftir að líkamsleifar manneskju sáust í kjafti hans

Drápu risastóran krókódíl eftir að líkamsleifar manneskju sáust í kjafti hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsbíllinn Perseverance bjó til súrefni

Marsbíllinn Perseverance bjó til súrefni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Flugvallaröryggisvörður gleypti stolna peningaseðla – Staðhæfir að þetta hafi verið súkkulaði

Flugvallaröryggisvörður gleypti stolna peningaseðla – Staðhæfir að þetta hafi verið súkkulaði
Pressan
Fyrir 5 dögum

James Webb geimsjónaukinn sér hugsanleg ummerki um líf í lofthjúp fjarlægrar plánetu

James Webb geimsjónaukinn sér hugsanleg ummerki um líf í lofthjúp fjarlægrar plánetu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mjög vel varðveitt 2.700 ára beinagrind gæti verið fórnarlamb jarðskjálfta

Mjög vel varðveitt 2.700 ára beinagrind gæti verið fórnarlamb jarðskjálfta