fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Pressan

Lauren er með líkamsleifar raðmorðingja í bílskúrnum – „Ég var dóttir hans, eiginkona, móðir og sálufélagi“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Mánudaginn 29. maí 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta skipti sem Jillian Lauren hitti Samuel Little rúllaði hann hjólastólnum sínum upp að hlið hennar í gestaherbergi fangelsisins og sagði við hana: „Þú ert engillinn minn sendur af himnum.“

Hann var tæpum metir frá henni og Lauren varð orðlaus. Hún hafði aldrei átt von að raðmorðingi myndi vera þetta nálægt henni. En þarna sat hann og starði beint í augu hennar.

Jillian Lauren og Samuel Little.

Sagðist vilja heyra sögu hans

Í dag er Jillian Lauren með líkamsleifar mannsins, sem fékk kynferðislega ánægju út úr því að nauðga og kyrka fórnarlömb sín og farga í vegankani eða á ruslahaugum, í bílskúrnum hjá sér. Mann sem var dæmdur fyrir þrjú morð. Allir sem að málinu komu vissu að þau voru mun fleiri, eins og hann játaði fyrir Lauren.

Að hitta hann, vingast við hann og hvað þá sitja uppi með líkamsleifar hans, var eitthvað sem Jillian Lauren átti aldrei von á.

Þau hittust fyrst árið 2018, þegar að Little var 78 ára. Lauren hafði þá staðið í bréfaskriftum við hann í hálft ár, hún hafi upphaflega skrifað honum og sagt að sem blaðamaður væri hún áhugasöm um að heyra hlið Little.

Sjálf fórnarlamb heimilisofbeldis, smjaðraði hún fyrir honum, í von um viðtal, og sagðist þess fullviss að fjölmiðlar hefðu ekki komið hans sögu nægilega vel til skila.

Hún var steinhissa þegar hann svaraði bréfi hennar, og reyndar fyllt það miklu ógeði að hún notaði gúmmíhanska við að opna bréfið. Hún fór þó að slaka á með tímanum og á endanum koma að fyrsta fundi þeirra.

Samuel Little á tali við Lauren.

Sjarmerandi en tómur

„Ég vissi ekki hvað ég ætti að koma með svo ég kom hlaðin kleinuhringjum, smákökum, sælgæti og Coca Cola – ég vissi ekki hvað honum líkaði. Við byrjuðum á að borða og tala og fyrsta daginn neitaði hann að hafa framið nokkurn glæp, hvað þá morð,“ sagði Jillian síðar í viðtali í hlaðvarpi.

„Hann minnti mig á draug, hann virkaði tómur að innan. Hann var vingjarnlegur og sjarmerandi, virkaði afar vel gefinn, en það var eitthvað sem vantaði. Það var mér augljóst frá fyrstu mínútu.“

Á næsta fundi þeirra hóf hann að opna sig og segja frá fyrsta morðinu. Lauren sagði það hafa verið ótrúlega magnþrungna stund.

Little dundaði sér við að teikna myndir af fórnarlömbum sínum.

„Mér varð flökurt þrátt fyrir að þetta hefði nákvæmlega verið ástæðan fyrir að ég vildi hitt hann, að heyra hann játa. En stundum verður maður að gæta þess vel að hvers maður óskar.  Næstu rúmlega tvö ár lífs míns runnu saman í endalausar frásagnir af morðum á morðum ofan. Og það hafði ekki bara áhrif á mig, það hafði einnig áhrif á fjölskyldu mína. Daglegt samband við algjöran siðblindingja hefur sín áhrif.“

Alls játaði Little morð á 93 á konum, framin til margra áratuga, fyrir Lauren næstu fjögur árin og lýsti fjölda þeirra í smáatriðum. Ef rétt reynist er Little með afkastamestu, ef ekki afkastamesti, fjöldamorðingi Bandaríkjanna.

Furðulegt og óeðlilegt samband

Frá 2018 til dauða little árið 2020 töluðu þau saman næstum daglega og viðurkennir Lauren að samband þeirra hafi verðið furðulegt, taugatrekkjandi og allt að því óeðlilegt.

„Ég var dóttir hans, eiginkona og móðir – allt í sömu persónunni. Ég var sálufélagi hans. Hann kvaðst ætla að kaupa handa okkur höll þar sem við gætum eignast og alið upp börn saman. Sem var virkilega óhugnanlegt að heyra því hann kallaði einnig fórnarlömbin börnin sín.“

Glæpaferill Little náði aftur til táningsára.

Glæpaferill Little hófst þegar á táningsárum. Hann átti eftir að myrða tugi kvenna næstu áratugina án þess að upp um hann kæmist. Little var snjall þegar kom að vali fórnarlamba, hann þefaði uppi vændiskonur, fíkniefnaneytendur og stúlkur sem strokið höfðu að heiman. Allt voru þetta konur sem auðvelt var að lokka inn í bíl með loforði um far, peninga eða fíkniefni, og ólíklegt var að yrði saknað svo glatt. Hann flakkaði enn fremur á milli fylkja til að forðast athygli.

En það var DNA sýni sem kom upp um hann þegar að Liittle var enn og aftur handtekinn og árið 2014 var hann dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir morð á þremur konum.

Samuel Little

Gagnrýnd af FBI

Þrátt fyrir þeirra undarlegu vináttu sagði LaurenLittle hefði ekki alltaf komið vel fram við hana né sýnt kurteisi.

„Honum var illa við að hlusta á konur of lengi og ef honum fannst ég hafa talaði of lengi sagðist ætla að skríða í gegnum símalínurnar og éta úr mér tunguna. En ég kunni á hann, bað hann afsökunar, sagðist hafa hegðað mér eins og kjáni og auðvitað væri komið að honum að tala.“

Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, átti síðar eftir að hlusta á upptökur af öllum samtölunum Lauren og raðmorðingjans og gagnrýna hana allharkalega fyrir að leyfa Little að kalla hana „kisulóru,“ „elsku “og „engil.“

„En ég gat ekkert annað gert en að spila með og hlýða hans leikreglum ef ég átti að eiga nokkra von um að fá játningarnar. Og það virkaði, jann játaði þau öll á sig. En það var mér ekki auðvelt.“

Jillian Lauren og Samuel Little

Getur þú?

Árið 2020 fékk Lauren símhringingu frá fangelsisyfirvöldum. Samuel Little hafði látist úr COVID og enginn vildi hirða líkamsleifar hans. Væri hún til í að taka við þeim? Hún vissi að Little hafði gefið líkama sinn til vísindarannsókna en þar sem kom í ljós að gögnin voru rangt út, og því ekki unnt að nýta til rannsókna, tók Lauren treglega við líkinu. Hún lét brenna raðmorðingjann og situr krukkan með ösku hans á hillu í bílskúr hennar.

Hún hefur enn ekki hugmynd hvað hún eigi að gera við öskuna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Kamala Harris í vanda

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Drápu risastóran krókódíl eftir að líkamsleifar manneskju sáust í kjafti hans

Drápu risastóran krókódíl eftir að líkamsleifar manneskju sáust í kjafti hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðin á vinunum fjórum skóku þjóðina – „Hún var föst“

Morðin á vinunum fjórum skóku þjóðina – „Hún var föst“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mjög vel varðveitt 2.700 ára beinagrind gæti verið fórnarlamb jarðskjálfta

Mjög vel varðveitt 2.700 ára beinagrind gæti verið fórnarlamb jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svarthol gæti verið miklu nær jörðinni en við höldum

Svarthol gæti verið miklu nær jörðinni en við höldum