fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Af hverjum veikjumst við þegar við eigum frí?

Pressan
Laugardaginn 27. maí 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir veikjast um leið og prófunum lýkur eða þegar fríið byrjar eftir mikinn stresstíma í vinnunni. En af hverju?

Um þetta var fjallað á vef Videnskab.

Jan Pravsgaard Christensen, prófessor vinnur við rannsóknir á ónæmiskerfi fólks og viðbrögðum líkamans við sjúkdómum. Hann sagði ekki óalgengt að fólk veikist um leið og tími er kominn til að slappa af eftir álagstíma í vinnunni eða stórt próf.

„Þetta er eitthvað sem margir upplifa og þetta gerist oft þegar maður hefur lokið stóru verkefni og er á leið í frí, skyndilega bomm og kvefið eða flensan kemur,“ sagði hann.

Hann sagði að ástæðan fyrir þessu sé að ekki sé hægt að fresta sjúkdómum. Þegar sjúkdómur vilji smita okkur, þá geri hann það. En ástæðuna fyrir því má rekja til ónæmiskerfis okkar. Því má skipta í meðfædda ónæmiskerfið og áunna ónæmiskerfið.

Christensen sagði að þegar bakteríur og sýkingar reyna að ráðast á líkamann taki meðfædda ónæmiskerfið fyrst á móti þeim. Þetta ónæmiskerfi ráði við 99% af þeim örverum og sýkingum sem fólk kemst í snertingu við. Þegar meðfædda ónæmiskerfið er undir of miklu álagi kemur áunna ónæmiskerfið til aðstoðar en það er svolítið lengur að komast í gang og þá finnum við fyrir veikindum.

Hann sagði að þegar við erum undir miklu álagi byrji meðfædda ónæmiskerfið að vinna betur. Þegar við erum stressuð framleiðir líkaminn stresshormóna eins og adrenalín og þeir geta haft áhrif á meðfædda ónæmiskerfið. Þeir virkja fjölda fruma í því og því geti meðfædda ónæmiskerfið verið skilvirkara þegar við erum stressuð.

Þegar hann var spurður af hverju við veikjumst þegar við byrjum að slappa af eftir álagstímabil sagði hann að við þurfum alltaf að vera með ákveðinn fjölda veira í lungunum áður en við fáum flensu. Ef við erum stressuð séu þessar veirur kannski ekki svo margar og því nái sjúkdómurinn sér ekki á strik. En um leið og ónæmiskerfið slakar á og vinnur ekki eins vel, þá sé veiran tilbúin og við veikjumst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu