fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Þremur ferðatöskum skolaði á land, öllum með sundurskornum líkamspörtum sama mannsins – Er Melanie sek eða gerði lögregla skelfileg mistök?

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 21. maí 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í maí 2004 fór að skola á land ferðatöskum með líkamshlutum meðfram Chesapeake-flóa við austurströnd Bandaríkjanna. Á 12 daga tímabili fundust þrjár dökkgrænar ferðatöskur og innihélt ein þeirra fætur, önnur búk og höfuð og sú þriðja mjaðmagrind.

Líkamshlutarnir tilheyrðu tveggja barna föður í New Jersey að nafni Bill McGuire. Grunaði lögreglu fljótlega að eiginkona hans, Melanie McGuire, hefði myrt hann til að hefja nýtt líf með leynilegum elskhuga sínum.

Fjölmiðlar nefndu málið fljótlega „Ferðatöskumorðið“.

Framhjáhald og furðuleg leitarorð

Melanie hélt því fram að eiginmaður hennar hefði strunsað út eftir heiftarlegt rifrildi og hefði hún ekki séð hann né heyrt frá honum dögum saman.  En lögreglan komst fljótlega að því að hjónabandið var hið ömurlegasta.

Melanie hafði hafið ástarsamband við vinnufélaga og við skoðun á tölvu heimilisins fundust leitarorð á við „hvernig á að fremja morð og komast upp með það,“ „hvar er hægt að kaupa byssu ólöglega“ og „eitur sem ekki finnst við krufningu.“ 

Melanie og Bill höfðu gengið í hjónaband fimm árum árum og fór fljótlega að halla undan fæti. Sjálf sagði Melanie að Bill hefði átt við spilavanda að stríða og verið ofbeldisfullur í skapi. Sagðist hún þess fullviss að Bill hefði verið myrtur vegna spilaskulda hans – og að hinn raunverulegi morðingi gangi enn laus. 

Lögregla alveg viss

Lögregla hafði hins vegar litla trú á frásögn Melanie. Þeirra kenning var að Melanie hefði laumað róandi lyfjum í mat eða drykk sem Bill hefði síðan látið ofan í sig og þegar hann var meðvitundarlaus, eða því sem næst, hefði hún skotið hann. Því næstu hefði hún sundurlimað hann, skipt skrokknum niður í ferðatöskurnar og ekki meðfram flóanum og stöðvað bifreiðina með reglulegu millibili til að henda töskunum í sjóinn. 

Kviðdómur var sammála kenningu lögreglu og dæmdi Melanie í lífstíðarfangelsi. Hún hefur hins vegar ávallt haldið fram sakleysi sínu. 

Venjuleg móðir og hjúkrunarfræðingur

Það var ekkert í fortíð Melanie McGuire sem benti til þess að hún myndi myrða nokkra sálu. Reyndar fór stór hluti tímans í hjónabandinu í að koma nýju lífi í heiminn.

Melanie fæddist árið 1972 inn í hefðbundna millistéttarfjölskyldu. Henni gekk vel í skóla, sérstaklega skaraði hún fram úr í stærðfræði og nam tölfræði í háskóla áður en hún hóf nám í hjúkrunarfræði. 

Árið 1999 hóf hún störf sem hjúkrunarfræðingur hjá Reproductive Medicine Associates, einni stærstu frjósemisstofu Bandaríkjanna. Sama ár giftist hún eiginmanni sínum, William „Bill“ McGuire. fyrrverandi hermanni í bandaríska sjóhernum. 

Þau eignuðust fljótlega tvo syni en hjónabandið hafði súrnað hratt. Melanie kvartaði yfir spilafíkn Bill og sagði hann óstöðugan í skapi, jafnvel ætti hann það til að beita hana ofbeldi. 

Gerði lítið úr hvarfinu

Melanie sagði þau Bill hafa lent í hávaða rifrildi að aðfaranótt 28. apríl 2004, hefði hann ýtt henni upp að vegg, slegið og reynt að kæfa með pappírstusku. Sagði hún síðar í viðtölum að hefði Bill notað hnefann hefði hann örugglega kinnbeinsbrotið hana eða verra. Síðan hefði hann rokið á dyr með þeim orðum að hann kæmi aldrei aftur og hún gæti sagt sonum þeirra að þeir ættu ekki lengur föður. 

Melanie hafði samband við skilnaðarlögfræðing strax daginn eftir auk þess að fara fram á nálgunarbann. En hún tilkynnti aldrei Bill horfinn og virtist ekki hafa neinar áhyggjur af því hvar hann væri niðurkominn. Þegar að vinir Bill hringdu og sögðust hafa áhyggjur gerði Melanie lítið úr hvarfinu og sagði að hann mynd eflaust skila sér á endanum. 

Sem hann og gerði en ekki á þann hátt sem vinir hans vonuðu. Þann 5. maí fannst fyrsta ferðataskan og innhélt sú fætur Bill, þann 11 sama mánaðar skolaði hina næstu á land og var í henni að finna búk og höfuð 16. maí fannst taskan með mjaðmagrindinni. 

Skotinn og skorinn

Við rannsókn kom í ljós að allir líkamshlutarnir tilheyrðu sama einstaklingnum, karlmanni, og hefði hann verið skotinn margsinnis. Gerð var teikning af hinum látna og birt í fjölmiðlum og ekki leið á löngu þar til einn af vinum Bill McGuire fór á fund lögreglu og sagðist fullviss að um félaga sinn væri að ræða. 

Lögregla fór strax og bankaði upp á hjá ekkjunni. „Ég bara brast í grát,“ sagði Melanie um andlát eiginmanns síns í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 20/20 árið 2007.

Þrátt fyrir augljósa sorg og táraflóð barst fljólega grunur að Melanie, ekki síst eftir að lögregla komst að því að hún hafði fest kaup á byssu tveimur dögum fyrir hvarf eiginmannsins. Og ekki minnkaði grunurinn þegar lögregla komst að því að Melanie átti í ástarsambandi við lækni sem hún starfaði með, Bradley Miller.

Melanie mótmælti harðlega og sagði eiginmann sinn hafa verið á lífi síðast þega hún sá hann og hefði hann næsta víst farið á sinn uppáhaldsstað, Atlantic City, en borgin er þekkt fyrir fjölda spilavíta. 

Bíllinn

Og merkiegt nokk, þá fannst bíll Bill einmitt fyrir utan spilavíti í Atlantic City. En lögrelga taldi að Melanie hefði ekið honum þangað eftir morðið og skilið eftir til að halda frá sér öllum grun. Ekki bætti úr skák þegar að upptökur úr öryggismyndavélum sýndu Melanie í bíl manns síns. 

Melanie viðurkenndi á endanum að hafa reyndar ekið bíl Bill þessa nótt en hennar útgáfa var ekki sú sama og lögreglu. 

Sagði hún sig hafa grunað að hann hefði haldið til Atlantic CIty til að spila og ekið þangað síðar um nóttina til að ræða betur málin við mann sinn. Hefði hún fundið bílinn fyrir utan spilavíti en þar sem hún hafði lykil að bíl hans, kvaðst hún hafa fært hann á bílastæði annars spilavítis, til að „atast í honum,“ eins og hún orðaði það. 

Í sama viðtali viðurkenndi Melanie að saga hennar hljómaði lygilega en fullyrti að hún væri samt sem áður sönn. 

Sönnunargögn

Og enn héldu sönnunargögn að hrannast upp gegn Melanie.

Í bil Bill fannst flaska af hinu sterku svefnlyfi klóralhýdrat, mikið magn róandi lyfja og tvær sprautur. Hafði hjásvæfa Melanie, læknirinn Bradley Miller, skrifað upp á lyfin. Bradley sagði það hins vegar af og frá að hann hefði uppáskrifað lyfin, Melanie hlyti að hafa stolið lyfseðlum af skrifstofu hans og falsað rithönd hans. 

Í ofanálag reyndust ruslapokar á heimili Melanie og Bill vera af nákvæmlega sömu tegund og pokarnir sem sundurskornu líkamshlutarnir höfðu verið settir í áður en þeim var pakkað í ferðatöskurnar. 

Melanie McGuire var handtekinn og ákærð fyrir morðið á eiginmanni sínum þann 5. júní 2005 og kölluð fjölmiðlar hana strax „Ferðatöskumorðingjann.“ Það tók kviðdóm ekki langan tíma til að úrskurða hana seka eftir að réttarhöld loks hófust og þann 19. júlí 2007 var Melanie dæmd sek um morð og dæmd í lífstíðarfangelsi, 34 ára að aldri.

Melanie situr enn inn en heldur enn fullum fetum fram sakleysi sínu. 

Sek eða saklaus?

Í september 2020 settist Melanie aftur niður með 20/20 og var það hennar fyrsta viðtal frá hinu fyrra við sama þátt 13 árum áður. 

Hún segir sig saklausa og hinn raunverulegi morðingi, eða morðingjar, gangi enn lausir. Í viðtalinu ítrekaði Melanie að Bill hefði skuldað stórfé vegna spilafíknar sinnar og það hefði í raun verið hann, en ekki hún, sem festi kaup á byssunni. 

Hún sagðist enn vera sár og reið yfir að nokkur maður trúi því að hún, tveggja barna móðir með flekklausan feril sem hjúkrunarfræðingur, hafi margskotið mann sinn og bútað niður. 

Og merkilegt nokk, þá er töluvert margir sem telja hana saklausa, þrátt fyrir mikið magn sönnunargagna. Þar á meðal eru nokkrir fræðimenn á sviði afbrotafræða sem segja að ekkert í persónuleika, eða hegðun Melanie meðan á rannsókn málsins stóð, bendi til að hún sé fær um að fremja morð. Það sé auk þess næsta útilokað að nett og fíngerð kona á við Melanie hafi haft til að bera þann styrk að búta mann sinn í sundur, koma í poka og töskur, bera út í bíl og henda út í sjó.

Hvar var glæpurinn framinn?

Meðal þeirra er efast um sekt Melanie eru þær Meghan Sacks og Amy Shlosberg sem halda úti vinsælu hlaðvarpi um morðmál. 

„Vitið þið hversu erfitt er að skera í gegnum bein? Hversu mikinn líkamlega styrk þarf í það?  spurði einn hlustendur sína í hlaðvarpi sínu. Sá benti einnig á að ekki hefði fundist svo mikið sem einn blóðdropi á heimilinu, þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir, og þrátt fyrir að drengir hjónanna hefðu aðeins verið smábörn þegar morðið var framið voru þeir með nógan málþroska til að segja að mamma var hjá okkur. Hvar framdi hún þá morðið og skar líkið í sundur? “ spurðu þær Sacks og Shlosberg  hlustendur sína. 

Aðrir hafa einnig bent á að það sé næsta öruggt að Bill hafi í raun skuldað afar vafasömum einstaklingum stórfé vegna fjáhættuspilafíknar sinnar. Hins vegar hafi sá vinkill aldrei verið kannaður, lögregla hafi einblínt á Melanie frá upphafi sem morðingjann. 

Það er að finna fjölda þráða á netinu þar sem sekt eða sakleysi Melanie er rökrætt. 

Hún heldur enn fram sakleysi sínu og kveðst munu halda áfram að áfrýja máli sín fram í rauðan dauðan. 

„Ég vildi ekki vera ekki lengur í hjónabandi með Bill,” sagði hún í viðtalinu. „En það er langt því frá að vera það sama og vilja hann látinn.”

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig