fbpx
Laugardagur 03.júní 2023
Pressan

Geimverur leynast hugsanlega á „tortímandasvæðum“ pláneta með eilífa nótt

Pressan
Sunnudaginn 21. maí 2023 15:30

Eru þær í felum?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líf getur hugsanlega þrifist á „tortímandasvæðum“, sem eru svæðin á milli birtu- og myrkurhliða pláneta sem eru í læstri stöðu gagnvart stjörnunum sínum.

Þetta má útskýra með því að ef jörðin væri í þessari stöðu þá myndi sama hliðin alltaf snúa að sólinni. Helmingur jarðarinnar væri því alltaf baðaður í sól en á hinum væri alltaf myrkur.

En fyrir lífverur, sem eru kannski til í öðrum sólkerfum, þá gætu aðstæður sem þessar verið hið daglega líf og þær þrífast bara ágætlega.

Í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í The Astrophysical Journal, segja stjörnufræðingar að líf geti þrifist á svokölluðum „tortímandasvæðum“.

Plánetur af þessu tagi, sem snúa alltaf sömu hliðinni að stjörnunni sinni, eru mjög algengar í alheiminum.

Með því að nota reiknilíkön sýndu vísindamennirnir fram á að þessi „tortímandasvæði“ geti náð yfir töluvert stór landsvæði og þar geti verið vatn og þar með hugsanlega líf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Niðurstaðan liggur fyrir – Þess vegna minnkar vatnsmagnið í stærstu vötnum heims

Niðurstaðan liggur fyrir – Þess vegna minnkar vatnsmagnið í stærstu vötnum heims
Pressan
Fyrir 2 dögum

Betra seint en aldrei – Bókinni var skilað tæpum 100 árum of seint

Betra seint en aldrei – Bókinni var skilað tæpum 100 árum of seint
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmræn fjölskyldusaga eins versta forseta Bandaríkjanna

Harmræn fjölskyldusaga eins versta forseta Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún hafði leigt sömu íbúðina í 23 ár – Þá hringdi leigusalinn í hana með ótrúleg tíðindi

Hún hafði leigt sömu íbúðina í 23 ár – Þá hringdi leigusalinn í hana með ótrúleg tíðindi