Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem hefur verið birt í Plos One, að sögn The Guardian.
Við eigum auðvelt með að misminna hluti, allt frá því hver bókaði hið hörmulega sumarfrí hér um árið til þess hver gerði hvað fyrir mörgum áratugum síðan.
Nú segja vísindamenn að meira að segja skammtímaminni okkar geti verið óáreiðanlegt aðeins nokkrum sekúndum eftir að það tekur við upplýsingum.
Þeir segja að fólki hætti til að misminna í samræmi við væntingar þess um hvernig heimsmyndin eigi að vera. Þetta geti gerst eftir aðeins eina og hálfa sekúndu, þá byrjum við að fylla upp í eyðurnar og byggjum þá uppfyllingu á væntingum okkar.