fbpx
Laugardagur 03.júní 2023
Pressan

Fyrrum Playboy-fyrirsæta segist hafa verið hjákona Trump í 10 mánuði – „Hann elti mig eins og lítill hvolpur“

Pressan
Laugardaginn 20. maí 2023 19:36

Mynd/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karen McDougal er fyrrverandi Playboy-fyrirsæta en hún heldur því fram að hún hafi átt í 10 mánaða ástarsambandi við fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, árið 2006, en Trump var þá þegar í hjónabandi með eiginkonu sinni, Melania Trump og hún hafði nýverið fætt son þeirra, Barron.. Karen stígur nú fram í rosalegu viðtali við DailyMail þar sem hún opnar sig um sambandið.

Karen segir að upprunalega hafi fjölmiðill boðið henni rúmar tuttugu milljónir fyrir sögu hennar í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Karen hafi fallist á það boð en í kjölfarið hafi saga hennar verið þögguð.

Trump hefur þó neitað að hafa átt í sambandi við Karen. Aðspurð um hvað henni finnst um þær fullyrðingar Trump segir Karen:

„Fólk á hans vegum hefur neitað því, hann hefur aldrei neitað því. Blaðamaður spurði hann – Áttirðu í ástarsambandi við Karen McDougal? Og það eina sem hann sagði var – Ég hef ekkert gert rangt. Hann veit að ég er að segja satt.“

Elti hana eins og hvolpur

Karen segir að samband hennar og Trump hafi ekki bara snúist um kynlíf. Þau hafi verið ástfangin.

„Ég var ástfangin af honum. Hann var ástfanginn af mér. Ég veit það því hann var stöðugt að segja mér það. Hann sagði – Þú ert ástin mín og ég elska þig. Hann montaði sig af mér við vini sína.“

Það hafi þó verið Karen sem sleit sambandinu, og þykir henni mikilvægt að það komi fram enda kærir hún sig ekki um að vera máluð sem bitur fyrrverandi ástkona. Hún hafi losað sig við Trump til að geta byrjað að hitta leikarann Bruce Willis, en þau voru saman í hálft ár árið 2007. Þar hafi líka skipt máli að Trump var giftur, en Bruce var það ekki á þeim tíma. Karen taldi því hag sínum betur borgið með manni sem væri virkilega á lausu.

Hún segir að Trump hafi séð hana fyrst í sundlaugateiti í Playboy höllinni í Los Angeles, og hafi forsetinn fyrrverandi strax orðið heillaður.

„Hann elti mig eins og lítill hvolpur, og reyndi að fanga athygli mína. Hann varð svo skotinn í mér að kanínumamman [konan sem sér um konurnar sem starfa sem Playboy-kanínur] sagði: Vá hann er alveg fallinn kylliflatur fyrir þér.“

Trump hafi beðið lífvörð sinn um að fá númer hennar og svo bauð hann henni í mat nokkrum dögum síðar. Karen segist hafa vitað að hann væri giftur en á þeim tíma hafi hún lítið kippt sér upp við slíkt. Trump hafi svo reynt að bjóða henni peninga, að því er virtist fyrir kynlíf, og hafi Karen þá móðgast.

„Ég hélt ég myndi aldrei sjá Trump aftur, en við komumst yfir þetta. Ég fékk annað símtal þar sem hann bauð mér í dag og ég veit ekki hvers vegna, en ég sagði já.“

Sökum þess að Trump var giftur þurftu þau að fara leynt með samband sitt og ekki mátti vera nein pappírsslóð um það. Engu að síður hafi fjöldi starfsmanna á vegum Trump séð þau saman og hafi hún einnig hitt syni hans og dóttur, sem þó hafi ekki vitað um sambandið. En það hafi þó valdið samviskubiti sem leiddi til þess að Karen sleit sambandinu.

Hún segir að Trump hafi tekið því illa, enda þoli hann fátt minna en að vera hafnað. Hún hafi svo verið hissa þegar hann nokkrum árum síðar var kjörinn forseti. Karen segist tilbúin að bera vitni í þeim sakamálum sem hafa verið höfðuð gegn Trump og hafi hegðun hans oft á tíðum misboðið henni. Samband hennar við Trump hafi breytt lífi hennar, hún hafi orðið af vinnu og hafi mannorð hennar beðið hnekki, enda hafi Trump reynt að mála hana sem gullgrafara og fjárkúgara.

„En ég er hvorugt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir skort á samskiptum við Kína geta valdið alvarlegum atvikum

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir skort á samskiptum við Kína geta valdið alvarlegum atvikum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Niðurstaðan liggur fyrir – Þess vegna minnkar vatnsmagnið í stærstu vötnum heims

Niðurstaðan liggur fyrir – Þess vegna minnkar vatnsmagnið í stærstu vötnum heims
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann lagði sig allan fram í rúminu með konunni – Skyndilega brotnaði „vinurinn“

Hann lagði sig allan fram í rúminu með konunni – Skyndilega brotnaði „vinurinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Félagar átján ára pilts mönuðu hann til að stökkva í sjóinn – Endaði líklega ævi sína í gini hákarls

Félagar átján ára pilts mönuðu hann til að stökkva í sjóinn – Endaði líklega ævi sína í gini hákarls
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lamaður maður gengur aftur að tilstuðlan brautryðjandi uppgötvunar á sviði gervigreindar

Lamaður maður gengur aftur að tilstuðlan brautryðjandi uppgötvunar á sviði gervigreindar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsstúlka myrt á almannafæri

Táningsstúlka myrt á almannafæri