Ford hafði boðið henni í heimsókn í tilefni af 200 ára afmæli sjálfstæðisyfirlýsingarinnar.
Betty Ford, forsetafrú, rifjaði síðar upp vandræðalegt augnablik í þessari heimsókn drottningarinnar þegar hún ræddi við Washington Post.
Það var sonur forsetahjónanna, Jack, sem rakst á Elísabetu þegar hann var ekki fullklæddur.
Hún sagðist hafa verið mjög stressuð yfir að hitta drottninguna en hafi getað slakað aðeins á þegar hún og eiginmaður hennar voru að fylgja drottningunni og eiginmanni hennar um Hvíta húsið. Þau komu að lyftu einni og um leið opnuðust dyr hennar og Jack Ford, miðsonur forsetahjónanna, kom út úr henni í óhnepptri skyrtu og haldandi á skónum sínum.
Betty Ford hló þegar hún rifjaði þetta upp í viðtalinu og sagði: „Drottningin sagði: „Ó, hafðu ekki áhyggjur. Ég á einn svona heima.“ Og það á hún greinilega,“ sagði Betty Ford hlæjandi. „Raunar tvo, miðað við það sem ég hef lesið,“ bætti hún við.