fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Skólastjóri hraktist úr starfi – Sakaður um að hafa sýnt nemendum klám

Pressan
Miðvikudaginn 29. mars 2023 08:00

Umrædd stytta sem þótti svo klámfengin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hope Carrasaquille, skólastjóri í Tallahassee Classical grunnskólanum í Flórída, neyddist nýlega til að segja upp störfum eftir að foreldrar kvörtuðu undan kennsluefni í listatíma. Sögðu þeir að börnunum hefði verið sýnt klám.

BBC skýrir frá þessu og segir að „klámið“ hafi verið að nemendunum var sýnd höggmynd Michelangelo af Davíð sem er nakinn. Þetta er ein frægasta stytta vestrænnar lista- og menningarsögu en það fór greinilega mjög fyrir brjóstið á foreldrum eins nemandans sem sögðu að börnunum hefði verið sýnt klám. Foreldrar tveggja annarra barna sögðu að þeir hefðu viljað fá upplýsingar um fyrirhugaða sýningu á styttunni áður en hún fór fram.

Það voru 11 og 12 ára börn sem voru í kennslustundinni. Auk þess að fá að sjá myndir af Davíð fengu þau að sjá málverk eftir Michelangelo.

Carrasaquilla sagðist hafa sagt upp störfum eftir að skólastjórnin setti henni þá afarkosti að annað hvort myndi hún segja upp eða verða rekin.

Barney Bishop, formaður skólastjórnarinnar, sagði í samtali við Slate að á síðasta ári hefði skólastjórinn sent foreldrum tilkynningu um að börnum þeirra yrði sýnd styttan af Davíð en það hefði ekki verið gert að þessu sinni. Það hafi verið stór mistök því „foreldrar eigi alltaf rétt á að vita þegar verið er að kenna börnum þeirra umdeild efni og myndir“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun